Vangaveltur um blogvini

Mál að hjala aðeins um ómerkilega hluti til að hvíla sig frá þessum landsmálum sem eru dæmalausari nú en ég man nokkru sinni fyrr á minni bara þó nokkuð löngu ævi.

Hvað er nær að hjala um i blogi (les: bloggi) en blogið sjálft?

Ég hef verið í því undanfarið að afþakka fleiri blogvini. Nú gat ég ekki á mér setið að þiggja þangað gamla kunnkonu og samstarfsmann, hana Kolu (sem ég hef raunar aldrei þekkt undir því nafni). Ég réttlæti það fyrir sjálfum mér með því að hafa þegar tekið nokkuð til á blogvinalistanum og svo hitt að tvær blogvinkonur sem ég hef haft svo að segja frá upphafi hafa nú svikið lit og í raun gert sig óvirkar á blogvinalistanum. Önnur komið upp sinni eigin bloggistiþjónustu en hin fór á heimaslóðir vinnu sinnar. Þó báðar séu hinar merkustu konur og oft skemmtilegar þar sem þær fara blogförum nenni ég ekki að elta þær út um allt -- takk fyrir samfylgdina svo langt sem hún náði, Gurrí og Helga Guðrún! Velkomin í hópinn, Hjördís.

En: ég nenni ekki að hafa fleiri blogvini en ég get fylgst nokkuð með, og því kýs ég að hafa blogvinalistann stuttan en vel skipaðan. Og blogvinir fagrir: ef þið dettið út af listanum er það vegna þess að lítið hefur verið að gerast og/eða blogvináttan býsna tíðindalaus en ekki af því ég sé í einhverri fýlu -- né heldur mun ég fara í fýlu þó einhver af listanum verði mér fyrri til að stofna til skilnaðar. (Þetta er ekki alveg rétt, það eru nöfn á þessum lista sem ég myndi móðgast alvarlega við ef þau skildu við mig skýringa- og fyrirvaralaust!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eigum við þá ekki bara að stofna til skortsölu = selja skortinn?

Sem ég er þó út af fyrir sig ekki að kvarta undan -- ég vil viðhalda ákveðnum skorti í þessu efni, því ella fer mig að skorta tíma til að fylgjast með. En eins og þú veist hef ég einkum áhyggjur af stýrisvaxtaruglinu sem sagt er komið frá Alþjóða góðgerðasjóðnum. En hvaðan fær hann sínar upplýsingar um ástandið hér? Er það ekki frá Seðlabanka Íslands?

Sigurður Hreiðar, 5.11.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Júlíus Valsson

E.t.v. er orðið "hjal" ágætt orð fyrir blogg? Þetta er hvort sem er eins konar hjal manna á milli. 

Júlíus Valsson, 5.11.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, í guðanna bænum notaðu blogg með tveimur géum. Það er ekki á bætandi að vera með fleiri tökuorð í íslensku sem ekki hafa stafsetningu í samræmi við framburð. Þú berð ekki blog fram eins og flog... bara smá aðfinnsluhjal...

Haukur Nikulásson, 5.11.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þessu, Haukur. Þetta voru einskonar mótmæli gegn því að blogg sé notað aðeins með einu géi.

Já, Júlíus, því ekki nota hjal fyrir blogg? auto.hjal.is? Góð tillaga -- en hvernig komum við þessu í framkvæmd?

Sigurður Hreiðar, 5.11.2008 kl. 12:14

5 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri vinur Sigurður Hreiðar.

Þú ert sannarlega bloggari með stíl. Þinn stíl. 

þú ert afgerandi og skemmtilegur penni.

Ég er frekar latur bloggari og kem sjaldan með athugasemdir við blogg, ekki vegna áhugaleysis míns um umræðuna víða hvar, heldur frekar vegna tímaskorts.

Ég skil mæta vel afstöðu þína að hafna bloggvinum vegna þess að þú treystir þér ekki að halda sannri vináttu.

Ég held samt að margir þeir sem sæki um bloggvináttu geri það jafnvel frekar til að auðvelda leið sína að þeim sem þeim finnst áhugaverðir og skemmtilegir bloggarar. Ekki endilega til að fara fram á einhvert ofur bloggvináttusamband eða að fjölga vinum.

Ég veit að þú ert sannur vinur.

Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.11.2008 kl. 21:34

6 identicon

Kærar þakkir fyrir mig Sigurður

Ég hef fylgst með bloggi þínu í nokkurn tíma og haft gaman af.

Kær kveðja
Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skrýtið að Gurrí skuli vera farin af Moggablogginu (Moggahjalinu?) - takk fyrir að leyfa mér að vera á stutta listanum, er eitthvað sérstakt sem ég á að gera til þess að haldast þar?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.11.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sjálfþakkað, Anna mín. Vertu bara áfram þú. Og mao: Ég var að finna hjá mér bók merkta þér. Hefurðu nokkuð saknað Damon Runyon Omnibus?

kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 6.11.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: gudni.is

Skemmtilegar pælingar hjá þér að vanda Sigurður Hreiðar. Ég er rosalega stoltur af því að fá (ennþá) að vera einn af þeim fögru sem prýða þinn stutta bloggvinalista.

Mosókveðja, Guðni

gudni.is, 6.11.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ef þú kíkir á fréttirnar á www.dv.is svona til að fá tilbreytingu frá Mogganum þá er það nú bara einn smellur að fara á BLOGGIÐ og finna elskuna þína, hana mig. Ég er stórkostleg! Hehehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2008 kl. 07:16

11 Smámynd: Yngvi Högnason

Hvur rækallinn. Illt er að hafa ekki verið blogvinur til að geta metið stöðu sína.

Yngvi Högnason, 10.11.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband