28.8.2008 | 16:35
Segir lítið um landið
Slæm landkynning fyrir Ísland, segir blessuð konan sem varð fyrir því óláni að Iceland Express vildi ekki fara í loftið með bilaða flugvél fulla af fólki.
Fyrir mitt leyti er ég himinlifandi yfir því að þeir sem taka að sér að koma okkur í loftköstum milli staða, innanlands eða milli landa, skuli taka sér þann tíma sem þarf til að halda flugvélunum i flugfæru standi. Það er nefnilega svoleiðis með flugvélar, að það er ekki hægt að stöðva þær bara úti í kanti þar sem þær gefast upp á ferðalaginu.
Þar fyrir utan segir það lítið um eitt land til eða frá hvernig þeir standa sig sem fljúga með fólk til þess og frá því.
Sólarhringsbið á Kastrup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér núna, öryggið skiptir mestu máli og þeir sem ferðast verða að búa sig undir að ferðaáætlanir riðlist. Gott að hafa með sér spil eða sudoku og svo tókst vonandi á endanum að koma öllum fyrir. Var að reyna að bóka herbergi fyrir mér nákomna konu um daginn og það var óvenju erfitt að fá herbergi þar, þannig að ég legg trúnað á orð blaðafulltrúa IE að það hafi tekið tíma að koma öllu fólkinu fyrir. Tafir eru sjaldan skemmtilegar en þær eru síður en svo neitt óbærilegar og alþjóðlegt vandamál, kemur þá væntanlega óorði á heiminn, ef rök konunnar halda.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 17:42
Herbergið sem ég var að reyna að bóka var í Kaupmannahöfn, kannski betra að það fylgi sögunni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 17:43
Þetta er jú smá andlit út á við. Þeir ættu nú að hafa aðra vél tiltæka kannski. Þetta er jú einn leiðinlegasti flugvélakostur sem til er, þessar 'islandsvélar. Enn auðvitað er öryggi alltaf númer eitt og líklega á Ísland færustu flugmenn sem til eru. Enn þær eru óskaplega litlar þessar vélar þeirra. Ekki trúi ég að þessi orð konunar hafi nokkur áhrif nema á hana sjálfa..enn ég skil ekki þessa áráttu að segja frá öllu svona í sambandi við flug. Flughræddir eru ekkert að hafa gaman af svona fréttum, ef hægt er að kalla þetta frétt..
þetta hljómar eins og "sprungið dekk á Laugaveginum"...fyrir mér, enn þetta hræðir sumt fólk alveg óskaplega. Mér finnst meira það stærra vandamál að blaðamenn geti ekki hugsað um aðra enn sjálfan sig, enn að það komi olíuleki í flugvél. Það kom oft fyrir að ég var með olíuleka á fiskibát þar sem ég var vélstjóri í mörg ár. Aldrei var talað neitt um það í blöðum..
Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 20:59
Fyrir mjög flughrædda eru þessar öryggisráðstafanir bara af hinu góða.
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm kæri Sigurður Hreiðar.
Karl Tómasson, 28.8.2008 kl. 21:37
...ekki þegar flugvél nýlega sem bilaðaði og var víst gert við hana og það heppnaðist ekki betur enn megnið af farþegum fórust í flugtaki.
Margir vildu yfirgefa flugvélina enn flugstórinn neitaði. Það er ekkert til að vekja trúnað á algjörlega óþarfa bilanafréttir úr flugvélum.
Ég hef unnið með fólk sem er með flugvéla fóbíu, og það er mikið alvarlegri hlutur enn fólk sem ekki er hrætt, gerir sér grein fyrir. það er óþarfi að prenta æsifregnir sem virka á þennan stóra hóp eins og
"þú deyrð í næstu flugferð"!!
Og þau trúa því...öryggisráðstafanir virka ekki á alvöru flughræðslu Karl..því miður..algjörlega smekklausar fréttir og óþarfar..þetta virkar þveröfugt enn það sem fólk heldur..
Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 23:18
Svipað hugsa ég þegar fólk bölsótast yfir seinagangi vegna vopna- og/eða málmleitar. Ýmsum finnst þetta hreinar og beinar tiktúrur. Ég hefi litið á þessar aðgerðir sem svo að reynt væri að tryggja okkar öryggi sem best.
Beturvitringur, 29.8.2008 kl. 02:01
..mér finnst þetta "öryggisleitarvesen" svolítið langt gengið. Það voru teknar af mér naglaklippur á Arlanda. Ég mátti setja þær í póst ef ég vildi.
Síðan er hægt að kaupa brennivínsflösku inní flugvélinni af öllum sortum sem hægt er að breyta í eldsprengju með einni servéttu! Hvaða öryggi er í þessu?.
Ég lét hann bara henda naglaklippunum eftir að ég var búin að segja þetta við öryggisvörðin... sem bara starði á mig eins og hver annar auli..bara rugl....
...það er hægt að fara einhvern milliveg í þessu..enn takandi prjónanna af eldgömlum kellingum og gera þær skíthræddar..það er ekki fyndið að horfa á svona...
Óskar Arnórsson, 29.8.2008 kl. 02:27
Já, rétt er það ÓA. Það er eins og með löggildingu að flest verður OF eða VAN.
Já, og Mólótoff leynist víða. Tala nú ekki um ef þú hefðir fengið að taka naglaklippurnar til að opna flöskuna.
Svíarnir virðast þó leyfa fólki að senda pjátrið í póst. Hérna er þessu bara hent.
Beturvitringur, 29.8.2008 kl. 04:15
Svíarnir eru svo kurteisir. Hann hrökk nú við vörðurinn þarna. Geta þeir ekki fengið sér svona græjur eins eru komna í USA?
Þar er fólk bara skoða með röntgentæki. Mörgum finnst þetta dónalegt tæki og hafa mótmælt þessu, enn allt gengu miklu hraðar ftrir sig. Maður sem er með svona stálkúluliðamót er alveg að gefast upp á að ferðast. Tækið pípir og pípir og þeir finna ekkert, sem gerir málið enn grunsamlegra. Ég held að þeir hafi næstum háttað hann í Instanbul einhverntíma.
Ég fékk nú sitthvora vélbyssuna í andlitið í Tyrklandi í transitinu þar og svo töluðu þeir ekki orð í ensku. Fúlskeggjaðir verðir eða hermenn. Sat bara og drakk kaffi þarna. Þeir vildu fá skóna mína. Jæja, ég á þó alla vega skó sem er búin að fara í röntgenmyndatöku..meira ruglið sem er orðið á þessum flugvöllum alltaf..
Óskar Arnórsson, 29.8.2008 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.