Að nýta sér matarholurnar

Efnaminni fjölskyldur nýta sér síður frístundakortin sem eiga að vera til að gera börnum kleift að stunda félagslegt tómstundastarf á vegum Reykjavíkurborgar, án tillits til efnahags foreldranna.

Það skyldi þó ekki vera svo að skýringin sé að einhverju leyti hin sama og skýringin á því hvers vegna amk. sumar þessara efnaminni fjölskyldna eru efnaminni?

Manni dettur í hug að þær séu ekki eins vakandi fyrir þeim útispjótum sem hægt er að hafa í lífsbaráttunni og hvernig hægt er að nýta sér matarholurnar.

Hugsanlega er það viss lífsstíll að endar nái sjaldnast saman hjá sumum, meðan aðrir gera furðulega mikið út litlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Sigurður, tilkoma frístundakortanna er mjög jákvæð.  Fram hefur komið í fréttum að efnaminni fjölskyldur nýta sér síður þessi kort fyrir börn sín.  Ein ástæða af mörgum kemur upp í huga minn.  Til að stunda félagslegt tómstundastarf þarf ákveðin fatnað t.d. góða skó, útivistarfatnað og fl.  Efnalitlar fjölskyldur hafa ekki efni á þessum útbúnaði, því miður. 

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 12.8.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir innlitið, Ásgerður Jóna. Eins og vænta mátti hefur þú ábyggilega mikið til þíns máls, um að búnaðurinn þurfi að vera í lagi. Eins og ég þykist hafa nokkuð til míns máls þegar ég tæpi á því að það sé viss lífsstíll að vera í litlum efnum -- eða réttara sagt að lítil efni stafi af vissum lífsstíl eða hann sé vel meðvirkur í þeim efnum.

Sigurður Hreiðar, 12.8.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband