12.8.2008 | 19:52
Að nýta sér matarholurnar
Efnaminni fjölskyldur nýta sér síður frístundakortin sem eiga að vera til að gera börnum kleift að stunda félagslegt tómstundastarf á vegum Reykjavíkurborgar, án tillits til efnahags foreldranna.
Það skyldi þó ekki vera svo að skýringin sé að einhverju leyti hin sama og skýringin á því hvers vegna amk. sumar þessara efnaminni fjölskyldna eru efnaminni?
Manni dettur í hug að þær séu ekki eins vakandi fyrir þeim útispjótum sem hægt er að hafa í lífsbaráttunni og hvernig hægt er að nýta sér matarholurnar.
Hugsanlega er það viss lífsstíll að endar nái sjaldnast saman hjá sumum, meðan aðrir gera furðulega mikið út litlu.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður, tilkoma frístundakortanna er mjög jákvæð. Fram hefur komið í fréttum að efnaminni fjölskyldur nýta sér síður þessi kort fyrir börn sín. Ein ástæða af mörgum kemur upp í huga minn. Til að stunda félagslegt tómstundastarf þarf ákveðin fatnað t.d. góða skó, útivistarfatnað og fl. Efnalitlar fjölskyldur hafa ekki efni á þessum útbúnaði, því miður.
Með kveðju,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 12.8.2008 kl. 20:22
Þakka þér fyrir innlitið, Ásgerður Jóna. Eins og vænta mátti hefur þú ábyggilega mikið til þíns máls, um að búnaðurinn þurfi að vera í lagi. Eins og ég þykist hafa nokkuð til míns máls þegar ég tæpi á því að það sé viss lífsstíll að vera í litlum efnum -- eða réttara sagt að lítil efni stafi af vissum lífsstíl eða hann sé vel meðvirkur í þeim efnum.
Sigurður Hreiðar, 12.8.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.