Laus sæti í gönguferð

Nú þegar sumri tekur að halla fer maður að skoða hvað er í boði til að lengja sumarið. Það er nokkuð síðan það hætti að tíðkast hér á bæ að fara til sólarlanda þegar sólin er heldur sig fríviljug hér á norðurslóðum og í rauninni hvergi betra að vera en hér og jafnvel helst bara heima hjá sjálfum sér, glampandi sólskin flesta daga og loftið svo tært að unun er að anda því að sér. Og hér erum við í fullu fæði og á kvöldin bíður svo gott ból með sæng til að breiða ofan á sig, ekki bara einhverja tusku eins og tíðkast í sólarlöndum.

En sem sagt, nú þegar farið er að skoða hvað er í boði kemur í ljós að það eru aðallega sæti. Meira að segja er manni boðið sæti í gönguferð einhvers staðar austur í löndum. Verst er þó þegar boðin eru laus sæti í flugferð, jafnvel svo langri að hún tekur bróðurpartinn af heilum vinnudegi eða meir. Lái mér hver sem vill, en ég vil heldur að sætið mitt sé fast þegar ég er ólaður ofan í það inni í einhverju röri sem síðan hefur sig til flugs og þeytist með mig yfir hálfan hnöttinn.

En skítt með gönguferðasætin og jafnvel lausu sætin. Hitt þykir mér verra að tilgreind verð í glæsiferðirnar séu jafnan miðuð við verð á mann í fjögurra manna fjölskyldu þar sem helmingurinn er 2-12 ára. Hversu hátt hlutfall ferðalanga, einkum á veturna meðan nefndur helmingur er meira og minna bundinn í skóla, ætli falli í þennan flokk? Meira að segja Blað allra landsmanna sem býður áskrifendum sínum kostakjör í svona ferð hangir í þessari vitleysu -- ég segi ekki beinlínis verðfölsun en satt að segja finnst mér það í rauninni næstum vera svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Vill helst sleppa því að sitja þegar ég fer í gönguferð

Þetta 2-12 ára er bara brandari

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 306554

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband