7.8.2008 | 11:41
Ekki einu sinni 5-aura brandari
Olían heldur áfram að lækka, skv. heimasíðu CNN Money, og stendur í þessum skrifuðum orðum í 118,58 dollurum tunnan.
Við búum enn við eldsneytisverð síðan tunnan stóð í 147 dollurum -- að vísu með nokkrum víxlbreytingum á verði, en langt frá samsvarandi prósentulækkun og þetta heimsmarkaðsverð sýnir.
Og samkeppnin hér innanlands kemur fram í 10-20 aura verðmismun -- mynteiningu sem ekki er lengur til í íslenska krónukerfinu!
Þetta er ekki einu sinni 5-aura brandari.
Í mbl.is segir reyndar (gæti það verið komið frá einhverju olíufélaginu?) að olían hafi hækkað um dollar í morgun. CNN tekur undir það að svo hafi farið þegar markaðir opnuðust austu í Asíu fyrst í morgun, en síðan gengið til baka. Og einhverra hluta vegna kemst ég ekki inn með fréttinni til að blogga um hana út frá fyrirsögninni, og þá verður bara að hafa það.
Höldum áfram að fylgjast með eldsneytisverðinu, bæði innan lands og utan. Okkur er málið skylt.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ef hún hefur hækkað í morgun þá hljóta olíufélögin að hækka eftir hádeigi !!!!!!!
Takk fyrir fallega kveðju
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.