24.6.2008 | 12:38
Einbýlishús með tvær aukaíbúðir er þríbýlishús
Einhverra hluta vegna skoða ég oft fasteignaauglýsingablöðin sem fylgja Mbl og Frbl, þó ég sé hvorki að hugsa um að selja húsnæði né kaupa. Sé þar oft ýmislegt skondið, eins og um árið þegar auglýst var fallega innréttuð blokkaríbúð á 8. hæð í Breiðholti með innbyggðan bílskúr. Kannski er það einmitt þessi (ómeðvitaða?) þörf til að finna eitthvað sem hægt er að reka hornin í, sem knýr mig til að fletta þessum fasteignaauglýsingablöðum.
Þau brugðust mér ekki í gær. Í Faseignaauglýsingablaði Mbl. var textaauglýsing um fasteignir á Kýpur og sagt ma. að allir tala ensku á Kýpur. -- Öllu má nú að manni ljúga, sosum. Ég staldraði við á téðri eyju fyrir tæpum áratug og mikið rétt og víst, í því þéttbýli þar sem ég hafði svefnstað komst maður jú býsna vel af með því að nota ensku, en um leið og komið var út í dreifðari byggðir dugði ekkert mælt mál nema gríska.
Fasteignaauglýsingablað Frbl. sló því upp á forsíðu að til sölu væri einbýlishús með tvær aukaíbúðir. Mér er spurn: vita fasteignasalar ekki hvað einbýli þýðir? Það þýðir ósköp einfaldlega húsnæði fyrir eina fjölskyldu, ekki fleiri. Einbýlishús er ekki lengur einbýlishús þegar búið er að innrétta í því fleiri íbúðir. Einbýlishús með þremur íbúðum er ekki lengur einbýlishús, það er orðið þríbýlishús og hananú!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér - og hananú
Edda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:53
Núna ætla ég að mótmæla aðeins.
Er ekki bara verið að selja einbýlishús sem eru 2 auka íbúðir í? Þarna er 1 stórt hús til sölu og þú gætir mögulega búið í því öllu (tengt allar þrjár íbúðirnar saman) eða reynt að leigja út þessar 2 íbúðir... eða hvað?
Gunnar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:40
Sæll. Er þetta ekki fjöleignarhús samkvæmt lögunum ?
Þessir fasteignasalar gætu orðað þetta sem svo að til sölu væri fjöleignarhús með þremur íbúðum sem hefði upprunalega verið reist sem einbýli. Auðvelt væri að breyta því í einbýli á nýjan leik ef áhugi væri fyrir því - ég segi nú bara svona. Þeir mega fá þessa kennslu frítt !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.6.2008 kl. 01:31
Mér finnst nú orðagjálfrið sem notað er í fasteignaauglýsingum oft skrautlegt. Svona dæmi eru t.d. algeng: "Til sölu. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús staðsett við xxxxgötu...." Ef við sleppum skáletraða pjátrinu sjáum við hverl þörfin er fyrir þessi tískuorð, sem eru áberandi núna. - Mörg fleiri dæmi um orðgjálfur, hortitti í málfari og ambögur er algengt að sjá í þessum auglýsingum. Mér virðist algengast hjá lögfræðingum og fasteignasölum að nota svona pjáturyrði, hvað sem veldur. Það var athyglisvert sem Sigurður Líndal var að segja í blöðunum um hve léleg íslenskukunnátta háskólanema væri.
Haraldur Bjarnason, 25.6.2008 kl. 06:50
Mér þótti skondin auglýsingin þar sem kynnt var til sölu "skemmtilegt einbýlishús á tveimur hæðum – með bílskúr í suðurhlíðum Kópavogs".
Magnús (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:33
Sæll Sigurpur ég var einu sinni að skoða "einbýlishús" og hélt það væri á tveimur hæðum svo kom í ljós að á neðri hæðinni var í búð. En þar sem enginn hafði búið í íbúðinni í mörg ár var tvíbýlið orðið að einbýli. Skrítið þetta
Bæja (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:09
Frábærar pælingar og faktíkst meinfyndið
Kona, 25.6.2008 kl. 10:12
Þakka fyrir heimsóknirnar.
Gunnar: Ef hús er búið út fyrir fleiri en eina fjölskyldu -- fleiri en eitt sett af íbúum, ef það skilst betur nu til dags, er það ekki einbýlishús.
Bæja: Tveggja íbúða hús verður ekki einbýlishús við það eitt að aðeins sé búið í annarri íbúðinni.
Sigurður Hreiðar, 25.6.2008 kl. 11:23
Sæll
Einmitt það sem ég hélt, en fasteignasalanum fannst þetta greinilega mjög sniðugt trix hjá sér. Ég hefði ekkert farið að skoða húsið ef ég hefði vitað að um tvíbýli hefði verið að ræða ég var að leita af einbýli.
Bæja (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:19
Skemmtilegar eru pælingarnar þínar Sigurður Hreiðar
Mosókveðja - Guðni
gudni.is, 26.6.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.