Kalla kjarasamningar yfir okkur gengisfellingu?

Megnið af því æviskeiði sem mér var úthlutað á öldinni sem leið rak tvennt yfir landslýðinn í órjúfanlegu samhengi með mismunandi óreglulegu millibili, en þó sjaldnast langt á milli. Á undan fór kjarabarátta og samningaþjark milli launþega og hinna, sem líklega fá aldrei laun (yfirleitt kallaðir atvinnu- eða iðnrekendur, ef ekki útgerðarmenn) -- oft með langvinnum verkföllum. Á eftir kom, eins örugglega og nótt kemur að liðnum degi, gengisfelling, stundum rækileg.

Sem kallaði á nýtt samningaþjark.

Nú eru nýafstaðnir kjarasamningar, að vísu giftusamlega án verkfalla. En gengisfallið lætur ekki á sér standa.

Nákvæmlega hvernig er samhengið? Eða er ég einn um að skynja þessi tengsl -- og eru þau vitlaus? Kalla kjarasamningar endilega yfir okkur gengisfellingar?

Mér að minnsta kosti finnst þetta samhengi svo áberandi að það dugar til að láta mig falla á nokkurra vikna bloggbindindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er alveg á hreinu, svo eftir ár eða svo verða forsendur kjarasamninga brostnir, og allir vilja semja upp á nýtt og þá er sagt lægstu launin setja þjóðfélagið á annan endann !!!!!

Tók þátt í setuverkfalli ófaglærða á heilbrigðisstofnunum eftir síðustu kjarasamninga og viti menn höfum aldrei borið eins mikið úr býtum og þá 12% launahækkun  kannski hún hafi sett þjóðfélagið á annan endann

En velkomin aftur í bloggheima kæri "frændi"

P.S. Hef verið svo lánsöm á mínum bílaferli að láta það eiga sig að bakka á

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: gudni.is

Mikið er nú gaman að sjá þig hérna aftur félagi Sigurður Hreiðar! Ég vona bara að þú sért búinn að njóta vel "blogg-pásunnar"...

Mosókveðja // Guðni

gudni.is, 18.3.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gott að sjá þig aftur. Leiðinlegt hvað olli því.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.3.2008 kl. 23:50

4 identicon

Í Spaugstofunni var atriði þar sem skrifað var undir kjarasamninga. Atriðið var fyndið vegna þess að við blautblekið var hringt í tölvumiðstöð þar sem öll verð voru samstundis hækkuð. Nú nokkrum dögum síðar er þetta ekki fyndið. Kjarasamningar fella ekki gengið, af og frá.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Velkominn í bloggheima aftur, Sigurður. Alltaf gaman að lesa pistlana þína. Þetta með kjarasamningana og gengisfellingarnar væri efni í álnarlangar hugleiðingar og alltof langar fyrir athugasemd sem þessa.

Sæmundur Bjarnason, 19.3.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Velkominn til baka frændi.

Ég man þessar fyrri gngisfellingar sem meðvitaða aðgerð pólitíkusa?

En núna finnst mér frekar að krónuræfillinn leki niður aldeilis óforvarendis og stjórnlaust. Er einhver er þess umkominn að framkvæma þetta fall núna? Helst gæti maður ætlað að það sé þá einhver þeirra sem vilja farga þessum forna gjaldmiðli og  taka upp einhverja útlenda mynt.

Skemmtilegasta hugmynd sem ég hef rekist á í undanförnum vangaveltum um Evrópu og peningamál var sú sem einhver kastaði fram hér á blogginu. "Af hverju göngum við ekki bara í Noreg?"

Þá mætti segja að við værum komin heim aftur. Og þeir eiga alveg glás af beningum, sem heita reyndar króna, svo við þyrftum ekkert að læra á nýja peninga. Verst hvað þeir eru nískir

Helga R. Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að sjá ykkur öll upp á nýtt! Kannski voru þessar gengisfellingar meðvitaðar aðgerðir pólitikusa. Kannski voru þær undanlát undan þrýstingi spákaupmanna og braskara -- og kannski er svo einnig hér. -- Mér er spurn: ef við hefðum bundið krónuna við fastgengi t.d. evru, þ.e. ákveðið að 100 íkr. væru ein evra og kannski kallað hundraðkallinn hundevru, og í þessari ákvörðun hefði falist að aðrir gjaldmiðlar lytu sömu lögmálum til hækkunar og lækkunar gangvart hundevru eins og þeirrar samevrópsku -- ja -- hvar stæðum við þá í peningamálum?

Sorrí, Helga frænka, ég er því miður lítill Noregssinni. Þekki nokkra prýðilega Norðmenn sem hafa orðið góðir Íslendingar og þykir vænt um þá suma. En heimamenn frá Noregi eru oft ekki skemmtilegir frændur þegar þeir eiga að rekast í samnorrænum hópi sunnar í álfunni. Það get ég sjálfur borið um af heldur leiðinlegum samskiptum. Hef mun betri reynslu af Svíum, Finnum og ekki síst Dönum og Færeyingum.

Sigurður Hreiðar, 20.3.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband