Kjörsonurinn huslaður í skyndi…

Ekki vantar bloggviðinn þessa dagana. Vinnuföt stjórnmálamanna orðin að bitbeini, nýr og  furðulegur borgarstjórnarmeirihluti rétt að taka völdin, kjörsonur Íslands nýlátinn og jarðaður í stíl við líf sitt með fullkomnum dónaskap við staðarhaldarann þar sem hann var huslaður í skyndi, pólitíkusar samhuga í því að setja sundabraut í göng í trássi við heilbrigða skynsemi -- og guð veit hvað!

Hvað vantar þá? Í fyrsta lagi tíma og öðru lagi nennu til að halda í við bloggið. Því það er sjálfsagt eins með bloggið og önnur ritstörf -- maður getur fyrirvaralítið setið uppi með bloggstíflu. Eða er þetta bara eðlilslæg leti?

Í stuttu máli: það er ekki rétt að rembast við að blogga af því bara. Hér á við sem annars staðar, að ef manni liggur svo sem ekkert á hjarta sem nauðsynlegt er að koma út í ljósvakann og það sem allra fyrst er best og affarasælast að gera eitthvað annað.

Kæru bloggvinir -- sumir ykkar taka sér ítarlegar pásur við og við. Það er sennilega vitið meira. Líklegt að ég fari að dæmi ykkar. Þið skuluð sem sagt ekkert vera að búast við bloggi úr minni tölvu óðar en það berst. En þegar það svo kemur verður það sjálfsagt að knýjandi þörf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hvíldu (þig ) í friði. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Oft er þörf en stundum nauðsyn

RIP

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.1.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þú ert eiginlega langskemmtilegastur þegar þú ert að blogga um áhugamál þín - en ég er sammála því að stundum verður fjörið í þjóðfélaginu svo mikið að mann setur hljóðan...

Markús frá Djúpalæk, 24.1.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hætt er við að hann hætti við

að hætta við að hætta...

Það er ágætt að hvíla sig smá á blogginu af og til, ég gerði það um daginn. Ég hef nefnilega afskaplega lítið til málanna að leggja, en nota bloggið til að tapa ekki niður íslenskunni minni. Þó við tölum íslensku á heimilinu þá er enskan alls staðar og þegar maður fer að hugsa á öðru tungumáli þá er hætt við að móðurmálið bíði lægri hlut. Hér er jafnan húsfyllir af vinum barnanna, sem tala auðvitað ensku líka svo það væri einfalt að falla bara í gryfjuna og gefast upp.

Svo skrifa skrifa skrifa skrifa skrifa á íslensku og - don´t be a stranger!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.1.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bara svo því sé haldið til haga: ég var ekkert að lofa því að hætta að blogga -- bara að tilkynna að það gæti orðið stopult og skrykkjótt á næstunni.

Sigurður Hreiðar, 25.1.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Nei, ég skildi það svoleiðis að þú þyrftir á hvíldinni að halda og nú ertu ekki á námskeiði maður ??

Blessað bloggið vill stundum ræna af manni tíma, en það getur verið gott að víkka sjóndeildarhringinn.

Ég fylgist með færslum góurinn.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, veistu hvað, Hulda Bergrós, námskeiðið var blásið af og ég fæ ekki annan séns fyrr en í byrjun apríl!

Nóg að gera samt!

Sigurður Hreiðar, 26.1.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 306029

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband