Kemur Sundabraut Reykvíkingum einum við?

Sundabraut eða Sundagöng, það er höfuðverkurinn - virðist vera þessa dagana.

Vegagerðin gaf út sitt álit og mælti með ofansjávarleið sem virðist vera aðgengilegri og hefur þann kost að vera litlum 9 milljörðum - níu þúsund milljónum - krónum ódýrari heldur en að bora sig undir sjóinn.

Vegagerðin er að sjálfsögðu sá aðili sem til þess er skipaður af stjórnvöldum að leggja fram tillögur og hugmyndir um hvaða leiðir sé best að fara í vegamálum þjóðarinnar.

Nú ber svo við að hver pólitíkusinn eftir annan í stjórn Reykjavíkurborgar kveður sér hljóðs og setur ofan í við Vegagerðina fyrir að vinna vinnuna sína. Segir þetta pólitísk afskipti og Vegagerðin eigi bara vessgú að halda kjafti. Allir pólitíkusar sem málið varði séu sammála um að bora. Og þegiði svo!

Ég get ekki að því gert að mér finnst gal pólitíkusanna lykta af popúlisma. Af því að þeir telji fleiri atkvæði tapast - eða vinnast, eftir því hvernig meirihlutinn er á líðandi stund - með því að vilja bora heldur en fara ódýrari leið svo sem menn með verkþekkingu (=ekki pólitíkusar) hafa mælt með.

Og hvernig er með þessa sundabraut - hvort sem hún liggur í kafi eða ofan sjávar - kemur hún Reykvíkingum einum við? Á ekkert að renna til hennar úr sameiginlegum sjóði landsmanna? Kemur okkur hinum ekkert við hvað hægt væri að bæta vegi og gera þá öruggari fyrir þessar níu þúsund milljónir sem þarna ber á milli?

Hví þegja nú 2+2 menn austanfjalls?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála þér um annan hlutann, samgönguleiðir eru ekki einkamál Reykvíkinga né heldur fjárútlát. Hins vegar er ég almennt hlynntari jarðgöngum en brúarleiðum og ekki alltaf sammála blessaðri Vegagerðinni, en það er önnur saga. Aðalmálið er að niðurstaða fáist sem fyrst og hafist verði handa því þessarar samgöngubótar er þörf.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.1.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hefurðu hugleitt hvað þetta verða löng göng? Og hve margar akreinar? Og hvaða möguleikar eru á björgunarleiðum ef/þegar slys verða? Eða bara bilun sem stöðvar umferðina með tilheyrandi útblæstri? Og… Og…

Sigurður Hreiðar, 16.1.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér finnst þeir í Reykjavík alveg ruglaðir ef þeir vilja í alvöru ferðast neðansjávar þarna á þeim stað höfuðborgarinnar sem umhverfi er hvað fallegast.  Þarna væri gaman að hafa fallega brú, reyndar sé ég fyrir mér margar brýr sem tengja allar eyjar og hólma upp á Kjalarnes.  Svo skil ég ekki alveg hvers vegna þeir í Laugardal og Grafarvogi ættu frekar að vilja göng en brú. Það er eins og þeir haldi að gangamunninn eigi að koma upp á Suðurlandsbrautinni og svo kannski við Korpúlfsstaði í hinn endann. Það er eina leiðin til að þessi hverfi losni við umferð - ha?  Umferð upp úr göngum hlýtur að þurfa að fara um þessi hverfi - ha? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: B Ewing

Það er alveg rétt að samgöngumál í Reykjavík eru ekki einkamál Reykvíkinga.  Reykvíkingar hafa hinsvegar horft langeygir á eftir hverjum milljarðinum á fætur öðrum settan í vegabætur milli fámennra þorpa á landsbyggðinni og er farið að svíða verulega það skeytingarleysi sem hefur verið viðhaft gagnvart nauðsynlegum samgöngubótum innan borgarmarkanna. 

Það er síður en svo að ég sé á móti framkvæmdum á landsbyggðinni en röðin er bara komin að Reykjavík að mínu mati. Langflestir landsmenn sækja höfuðstaðinn heim a.m.k. einu sinni á ári og þætti mér það vera lykilatriði í samgöngubótum þeim til handa að komast í miðkjarna Reykjavíkur á sem öruggastan og fljótlegastan hátt.

Sundagöng yrðu lykilþáttur í því vegasambandi, en eins og allir vita þá þræða landsmenn, allir sem einn, fyrir Kollafjörð, í gegnum hringtorgafullan Mosfellsbæinn, síðan framhjá Korpúlfsstöðum, milli Grafarvorgs og Grafarholts, þvert í gegnum Ártúnshöfðann, framhjá Smáíbúðahverfinu, Vogahverfinu, Háteigshverfinu, Kringlunni, sundurskornu Hlíðahverfinu, Þingholtunum og eru þá fyrst komnir í miðborgina.

Það sér hver maður að þetta nær ekki nokkurri átt.

Séu göngin boruð og tengingu við Kjalarnesið komið á legg þá Breytist leiðin í; Hvalfjarðargöng, Kjalarnes, Ný Sundabraut (framhjá Grafarvogi), Kirkjusandur, framhjá Borgartúni og Skúlagötu og þá er viðkomandi kominn á sama stað og ég ritaði hér að ofan.

Eyjaleið breytir engu í gömlu lýsingunni utan að Mosfellsbær, Grafarholt og Ártúnsholt falla út.  Álagið á hverfin sem eftir koma verður óbreytt... reyndar ekki óbreytt því með aukinni umferð eykst álagið enn frekar á þessi rótgrónu hverfi.  Þau hverfi hafa einfaldlega ekki efni á að bíða marga áratugi í viðbót eftir að ástandið batni.

Göng takk, segi ég allavegana. 

B Ewing, 16.1.2008 kl. 18:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér Sigurður Hreiðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 01:12

6 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég tek undir með þér Sigurður Hreiðar, mér finnst að við verðum að hlýta úrskurði Vegagerðarinnar, nema að samgönguráðherra eigi síðasta orðið, samanber dómaramálið...

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 17.1.2008 kl. 08:16

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, það er ástæða til að ræða þetta og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Sá eini í hópi þeirra sem gera athugasemdir hér og ekki þorir að tala undir eigin nafni hefur ekki einu sinni kynnt sér málið: honum til upplýsingar er rétt að geta þess að Sundagöng koma upp að norðanverðu e-s staðar ofan við gamla Gufunesbæinn en tengjast ekki Geldinganesi eða Kjalarnesi.

Göng eru góð þar sem þau stytta leiðir eða sneiða hjá þar sem erfitt er að leggja veg ofanjarðar. En það er óhætt að setja spurningarmerki við hvort göng eigi að grafa bara af því það er hægt.

Sigurður Hreiðar, 17.1.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: B Ewing

Það er auðsótt mál fyrir þig að finna eigið nafn mitt á moggabogginu mínu.  Þar hefur það verið heillengi.  Hinsvegar þekkja mig miklu fleiri undir þessu nafni, alveg eins og flestir þekkja Erró mun betur en Guðmund Guðmundsson listamann (ætla þó í engu að líkja okkur saman).

Þú lest ekki einu sinni athugasemd mína almennilega því þar er hvergi minnst á Geldinganesið.  Það hefur alla tíð legið fyrir að göngin komi upp í Grafarvogi, þess vegna nefni ég að ný Sundabraut fer framhjá Grafarvogi en ekki undir Grafarvog.

 Eyjaleiðin leysir ekki vandan sem Sundabraut á leysa.  Að beina annari 4ra akreina braut að Miklubraut við Geldingarnesið er álíka gáfulegt og að reyna að auka vatnsstreymi í gegnum trekt með því að auka vatnsmagnið.  Það sem aðallega myndi gerast er að þrýstigurinn (teppan) hækkar.

Ég vona að lokum að borgarstjórn, sem hefur nú nýsamþykkt Sundabraut í göngum, muni gera líkt og bæjarstjórn Ölfuss sem bannaði Vegagerðinni að byggja 2+1 veginn frá Litlu Kaffistofunni og að Hveradölum án þess að gera mislæg gatnamót við Þrengslaafleggjara.  Það var gert með samskonar ferli, bæjarstjórnin samþykkti tilfærslu vegarins þar sem mislæg gatnamót voru teiknuð.  Svo kom Vegagerðin og vildi spara með hringtorgi eða ámóta hallærislausn.  Bæjarstjórn Ölfuss sagði ,,Nei, annaðhvort verður þetta fullbyggt, með brú og öllu eða ekki hróflað við neinu á svæðinu".  Þetta fór ekki hátt en er staðreynd engu að síður.

B Ewing, 17.1.2008 kl. 15:24

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki þekki ég Ewing þennan né sé nafn hans þó ég fari inn á bloggið hans.

Rétt er það að hann nefnir hvergi Geldinganes, en hann segir:

„Séu göngin boruð og tengingu við Kjalarnesið komið á legg þá Breytist leiðin í; Hvalfjarðargöng, Kjalarnes, Ný Sundabraut (framhjá Grafarvogi), Kirkjusandur, framhjá Borgartúni og Skúlagötu og þá er viðkomandi kominn á sama stað og ég ritaði hér að ofan“

Hvernig hann ætlar að komast fram hjá Grafarvogi án þess að fara Geldinganesið sé ég ekki. Hins vegar hef ég oft sagt að þverun Kollafjarðar á móts við Blikastaðanes væri mun gáfulegri heldur leggja veg út í Geldinganes og brú þaðan yfir á Kjalarnesi.

Sigurður Hreiðar, 17.1.2008 kl. 15:57

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kosturinn er sá að eftir sem áður mun fólk eiga val um hvort það fer gömlu leiðina eða jarðgöng, verði þau ofan á (sem er auðvitað varla boðlegt orðalag um jarðgöng ;-). Vegagerðin hefur mörgum góðum sérfræðingum á að skipa, en ég vek athygli á því að þar á bæ hafa menn bæði viljað suðurlands vega í 2+1 leið og sömuleiðis Reykjanesbraut á sínum tíma, þar sem 2+2 leið hefur að mínu mati sannað gildi sitt. Rök þeirra eru góð en forspárhæfileikar ekki alltaf. Notkun Hvalfjarðaganga eru gott dæmi um það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.1.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Veit ekki hvernig  orðið Suðurlandsveg varð að suðurlands vega ... vinsamlegast leiðréttist í lestri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.1.2008 kl. 17:04

12 Smámynd: B Ewing

Þarna verð ég að biðjast forláts þar sem ég víxlaði Geldingarnesi og Geirsnefi í huganum.  

Auðvitað á að fara Geldingarnesið og Álfsnesið, annað er ekki hægt.  Allar leiðirnar gerðu ráð fyrir því strax í upphafi hvort eð er, sjá kort hér   http://www.vegur.is/Sundabraut-Kleppsvik-kort.html

 

B Ewing, 17.1.2008 kl. 17:09

13 Smámynd: B Ewing

p.s. ***Hægt er smella á "eigið nafn" í innleggi 8,  það flýtir fyrir***

B Ewing, 17.1.2008 kl. 17:10

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki stórmál þó menn ruglist á örnefnum -- annað eins hefur nú gerst. En þó allar leiðir geri ráð fyrir framhaldi á Sundabraut upp á Kjalarnes er það ansi langt frammi í framtíðinni og 9 milljörðum fjær ef gatan verður lögð í rör bara af því það er hægt. Og nú á Ewing lítið eftir annað en nefna nafnið sitt. Kannski hefur hann það af. Hann heitir öðru nafni á öðru bloggi.

Sigurður Hreiðar, 17.1.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 306028

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband