Er þetta ekki bara allt í lagi?

Við hér í Mosó kippum okkur ekkert upp við þetta. Við höfum haft vínbúðina (svo að segja) í Bónusi nú í nokkur misseri og enginn kippir sér upp við þetta. Allra síst Islingar af erlendu bergi brotnir og vart eða ekki mælandi á íslenska tungu sem hafa gert unglingum undir lögaldri þann greiða að versla fyrir þá í vínbúðinni fyrir smávægilega þóknun, sem unglinga munar ekkert um nú til dags.

Segja má að vínbúðin sé líka horn af apótekinu (Lyfjum og heilsu) og nánast innangegnt úr Heilsugæslu Mosfellsbæjar og almenningsbókasafninu. Og bæjarskrifstofunum og VÍS og útibúi Glitnis líka, ef út í það er farið.

Samt eru furðu margir Mosfellingar edru, svona hversdags amk.

Enda fer kannski fyrir fleiri eins og mér: þeir fá ekki eftirlætis búsið sitt í vínbúðinni. Ég fór þangað og vildi fá Ron i Miel, sem mér líður afar mjúkt um tungu. Eftir leit í tölvunni var mér sagt að það væri ekki flutt inn, ekki einu sinni fáanlegt í Heiðrúnu. Nokkrum mánuðum seinna datt mér í hug að fá mér Ouzo, en sumar tegundir af því eru hreinasti lakkrís þó aðrar séu algjör spíri (en það á víst líka við um konjakk). En, nei, þeir eru hættir að flytja inn Ouzo.

Svo er þetta ekki bara allt í lagi? Það segir heilbrigðisráðherra, og skín af honum heilnæmið!


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Á Patreksfirði er þetta með sama hætti, þ.e. vínbúðin er nánast inni í matvöruversluninni. Þegar ég átti leið þar um í sumar þá var staðan þannig að matvörubúðin á Patreksfirði þjónaði líka íbúum Bíldudals og Tálknafjarðar. Spáið í það ef vínbúðin væri rekin á Bíldudal en næsta matvörubúðin á svæðinu væri rekin á Patreksfirði, þá þyrftu t.d. íbúar Tálknafjarðar að fara yfir fjallveg til Patreksfjarðar (væntanlega í suðurátt ... ?) til að kaupa steikina en yfir annan fjallveg (í norðri .... ?) til að sækja sér drykk með steikinni.

Þannig vilja sumir hafa þetta. Og varðandi vínbúðina í Bónus í Mosfellsbæ þá kom ég þangað í fyrsta sinn í sumar og tók einmitt eftir því hvað menn voru áberandi edrú í búðinni, jafnt íslenskumælandi fólk sem annað.  Hitti reyndar blaðamann Morgunblaðsins á staðnum og hann var að koma úr apótekinu ... ég skil það núna að hann hefur verið að kaupa sér Alka Seltzer því ég sá að hann horfði löngunaraugum bæði í mat- og vínbúðina. Það hefur örugglega staðið eitthvað mikið til hjá karli!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.10.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held satt að segja að þetta sé nú frekar spurning um hver/jir eigi að hirða ágóðann af sölunni, heldur en það hvar vínið/áfengið sé selt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Snýst þá málið ekki um annað? Væri svo, þyrfti ég alvarlega að prófarkalesa eigin skoðanir.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að þetta sé hárrétt hjá Gretu Björg!

Sigurður Hreiðar, 1.11.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband