5.10.2007 | 10:32
Svakalegt húsaleiguokur
Las raunalega frétt í einhverju blaði um vesalings fjölskyldu sem neyddist til að flytja alla leið upp á Akranes (of all places!) og setjast upp hjá foreldrum húsbóndans í fjölskyldunni sem hafa sem betur fer nóg húspláss. Ástæðan: gífurlegt okur á húsaleigumarkaðnum. Fjölskyldan ga ekki fengið neina íbúð fyrir minna en 120 þúsund á mánuði, sem er náttúrlega alveg svakalegt.
Fyrir þann sem þarf að borga. Þó gera megi ráð fyrir að háskólamenntuð hjón sem bæði vinna úti hafi varla minna en svo sem 700 þús. kr. brúttó á mánuði í laun.
En hvernig lítur þetta út fyrir húseigandann? Mér skilst að nú fáist ekki nothæft húsnæði á Faxaflóasvæðinu fyrir minna en svo sem 20 millur. Sanngjarnir vextir af fjármagni skilst mér ogsvo að í hávaxtalandinu Íslandi megi helst ekki vera minni en tíu af hundraði. Það þýðir 166.667 kr. á mánuði fyrir þessar 20 millur.
Hann þyrfti því að leigja húsnæðið sitt amk. fyrir 170 þús. á mánuði, því hann þarf að borga af þessu fasteignagjöld og tryggingar og trúlega eitthvert viðhald. Kannski eitthvað meira. Ég bara veit það ekki.
En það er bersýnilegt að það leigir enginn út frá sér íbúðarhúsnæði í ágóðaskyni. Þar hlýtur eitthvað annað að búa að baki.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flestir leigusalar eru að græða á því að leigja út því þeir keyptu húsnæðið áður en það hækkaði uppúr öllu valdi og lánin því alls ekki sambærileg þeim sem fólk þarf að taka núna.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.10.2007 kl. 10:40
Breytir ekki því sem ég sagði, Þórdís Bára, því við verðum að hugsa þetta út frá núvirði eignarinnar. -- Ef leigusalinn seldi hana frekar en leigja fengi hann 20 millurnar og gæti ávaxtað þær með minni þjáningu en leigja (misgóðum) leigjendum.
Sigurður Hreiðar, 5.10.2007 kl. 11:04
Á Íslandi eru leigusalar yfirleitt ekki fjárfestar sem eiga margar íbúðir, þó nú sé aðeins farið að bera á íbúðarleigufyrirtækjum, heldur einnrar íbúðar eigendur sem eru að okra á leigjendum og leigja til skamms tíma, oftast bara eitt ár eða hálft ár t.d. ungt fólk sem er í námi erlendis, sem er hörmungarstaða fyrir leigjendur. Þetta getur ekki gengið svona endalaust, hlýtur að komast í svipað horf og erlendis þar sem fólk getur valið leigu eða kaup á íbúð í samræmi við efnahag hvers og eins. Hér á landi er dæmið vonlaust ef aðeins er ein fyrirvinna á heimili þ.e.a.s. ef hún er í láglaunastarfi.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.10.2007 kl. 12:24
Þú ert áhugamaður um bíla sé ég, afi minn Jón Hjartarson var einn af fyrstu bílstjórum þessa lands rétt eftir aldamótin 1900, ef ég man rétt. Í minni fjölskyldur var forláta fordbíll, pallbíll, sem þurfti að snúa í gang með miklum tilþfrifum. R-318 var númerið.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.10.2007 kl. 12:28
Já, Þórdís Bára, eins og þú segir eru leigusalar gjarnan einnar íbúðar eigendur sem eru að „okra“ á nauð annarra, t.d. ungt fólk sem er í námi erlendis og þarf að láta íbúðina vinna fyrir sér á meðan, eða ungt fólk sem kaupir íbúð með það fyrir augum að láta íbúðina kaupa sig sjálfa, ef svo má að orði komast, meðan það heldur áfram að gista á Hótel Mamma. -- Í hvoru dæminu sem er þarf það að fá amk. eðlilega vexti af fjárfestingu sinni -- og þú hefur ekki hrakið dæmið sem ég setti upp.
En svo að skemmtilegri málum: Fyrstu ökupróf á Íslandi voru tekin 1915. Ég veit lítið um afa þinn Jón Hjartarson, en grunar að hann sé sá sami og lengi var á verkstæði Vegagerðarinnar -- veitti því kannski forstöðu? Kann þá að vera að hann hafi tekið sitt bílpróf í Noregi og unnið þar um hríð sem ökumaður og ökukennari, áður en hann kom með þessa list sína til Íslands?
Kvaran: Ég hef þetta í huga -- eða kannski hálfkveðnar vísur sem mig vantar fyllinguna í? -- Kemur allt í ljós.
Sigurður Hreiðar, 5.10.2007 kl. 15:05
Við erum nú sammála held ég að mestu, en samt,er sá ekki að leigja í ágóðaskyni sem leigir t.d 2ja herbergja íbúð á 110 þús kr eða meira, ef hann er að borga af henni 50 þús kr. af því að hann keypti íbúðina löngu áður en þær hækkuðu, jafnvel fyrir verðtryggingu.? Annars er ég engin fjámálaspekúlant, veit bara svoldið um húsnæðismál þeira sem eru lágt launaðir í gegnum starfið mitt. Það er mjög auðvelt að kveða mig í kútinn í umræðum um fjármál svo það er best að ég hætti þessu.
Skemmtilega málið: Rétt, sá er maðurinn.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.10.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.