7.9.2007 | 17:31
Um gáfnafarslegan mismun fremdardýra
Hmmm -- þeir hjá Max Planck hafa sennilega ekki lesið fréttina frá í morgun, samanber blogg nr. 2 hér fyrir neðan, um gáfnaljósið sem fór sauðdrukkinn út að hjóla dökkklæddur í svarta myrkri um nótt á bílagötu í Reykjavík.
Ef þeir hefðu gert það hefðu þeir kannski komist að annarri niðurstöðu um gáfnafarslegan mismun fremdardýra.
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nafni!
Stundum finnst mér ástæða til þess að taka það fram, að við stöndum framar dýrunum. En stundum finnst mér reyndar eins og við séum ekkert betri en önnur dýr og kannski verri. Og gáfur og skólaganga hjálpa lítið. Annars á ég gamlan vin, sem eitt sinn var handtekinn, drukkinn á reiðhjóli, að reyna að hjóla yfir Knippels-brúna í Kaupmannahöfn. Það þótti þó ekki sérlega ámælisvert, nema vegna þess að verið var að lyfta brúnni, til þess að hleypa skipi fram hjá! Hann var sektaður, greiddi ekki sektina, og mátti sitja hana af sér í Vestre fængsel. Hið sauðdrukkna íslenska gáfnaljós sætir líklega engum refsingum!
Sigurður G. Tómasson, 8.9.2007 kl. 12:48
Sæll aftur, gamli kunningi.
Ef ég man rétt verða brúarhelmingarnir á Knippelsbrú býsna brattir, þegar þeim er lyft fyrir skipaumferð. Svo vinur þinn hefur mátt vera kominn vel áleiðis með glasið ef hann hefur reynt að hjóla þann bratta.
Gaman að vita af þér í netheimum.
Mbkv.
Sigurður Hreiðar, 8.9.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.