Sauðdrukkinn en ekki á felgunni

Dæmi um máttlaust orðalag, þegar flandur kolruglaðs fólks í akandi umferð er til umræðu. Um það ástand sem hér er til umræðu eru til mörg meira krassandi orð: Blindfullur, haugdrukkinn, augafullur, dauðadrukkinn, sauðdrukkinn, svínfullur, útúrdrukkinn, þreifandi fullur. Allt orð sem líklegri eru til að ná eyrum/augum manna (kvenmenn meðtaldir) og ef til vill grugga upp einhverja ábyrga hugsun hjá einhverjum.

Persónulega líst mér hvað best á orðið sauðdrukkinn í þessari umræðu. Orðið hefur þann góða kost að vera gagnsætt og lýsa þeim þankagangi sem bærist bak við svona hegðun. Hins vegar held ég að ekki hefði verið gott í þessu dæmi að nota orðasambandið „á felgunni“, sem einnig er notað um það að vera perufullur -- vegna þess að í þessu dæmi er engin vísbending um að hjólbarðar aumingja reiðhjólsins hafi ekki verið loftfylltir svo sem hæfir.


mbl.is Handtekinn vegna ölvunar á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband