Er þetta kyntengt starf?

Hvaða fjandans penpíuháttur er þetta? Svo vel þykist ég þekkja Guðfríði Lilju að henni sé enginn greiði gerður með því að kyntengja þetta nýja starf hennar. Hún hefur verið stjóri þar sem okkar fundum hefur borið saman (eingöngu á erlendri grund þar sem hún gengdi stjórnunar- og skipulagsstarfi hjá þekktum bílaframleiðanda). Það starf var ókyntengt og svo er einnig um framkvæmdastjóra stjórnmálaflokka, rétt eins og skólastjóra, ráðherra, hjúkrunarfræðinga og sjálfsagt eitthvað fleira.

VG -- ekki gera svona lítið úr Guðfríði Lilju!


mbl.is Guðfríður Lilja framkvæmdarstýra þingflokks VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki séð að Guðfríður Lilja sé stjóri frekar en herra eða maður. Mér finnst hún aftur á móti ágætis kona, stýra og frú!  

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég tel hana hiklaust til manna og hún getur orðið prýðis herra, t.d. ráðherra. Maður er hún hins vegar fortakslaust, kvenmaður eða þingmaður eða hvernig sem Kristín vill líta á það. Og ég dreg ekki í efa að hún sé ágætis kona og frú, vel kann ég við hana sem fyllilega frambærilegt eintak af tegundinni maður.

Sigurður Hreiðar, 3.9.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Samkvæmt íslenskri málvenju fornri og nýrri eru konur menn.

Eiður Svanberg Guðnason, 4.9.2007 kl. 11:18

4 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Alveg sammála þér Sigurður...stakk mig svolítið að sjá framkvæmdarSTÝRA...Kjánalegt eitthvað.  Flugstýra, framkvæmdarstýra, markaðsstýra, sölustýra, bílstýra...hvar endar þessi vitleysa hehe

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 4.9.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband