Endi af ljósum fuglsvęng

Vegarspotti śt frį Hellissandi į Snęfellsnesi er athvarf krķu og krķuunga, segir ķ bréfi til Velvakanda Moggans 17. įgśst, sem verša gjarnan fórnarlömb bķlaumferšar sem fer of hratt til žess aš krķan, žessi flugfimi fugl, nįi aš bjarga sér undan henni.

 

Hver hefur ekki sögur aš segja af krķu į vegum?

 

Fyrsta ferš mķn vestur aš Ķsafjaršardjśpi var meš Sveini ķ Hlķš og Höllu sem fylltu Gamla ljót af góšum vinum og bušu til feršar vestur ķ Reykjanes. Žetta var mešan allir vegir voru malarvegir ef žeir voru ekki bara moldarvegir og kręktar voru allar vķkur og ég held bara fariš į forvöšum sums stašar fyrir vestan. Viš lögšum af staš undir nóttina eftir hlżjan dag og žegar kom žarna vestur voru vegirnir žaktir af krķum sem vildu nįtta sig į vegunum af žvķ žeir héldu betur ķ sér hlżjunni en ótrošin jöršin ķ kring. Leišin sveinn2sóttist hęgt en var heldur ekki vöršuš krķuhręjum og stundum varš Halla aš hlaupa śt og skella saman höndum til aš raska nęturró fuglanna.

 

Hér til hlišar er mynd af Gamla ljót og Sveini viš stżriš, ašrir góšir kunningjar į žessar mynd koma ekki viš žessa sögu. Gamli ljótur var af geršinni Dodge 3/4 ton Ambulance, hér į landi var žessi tżpa kölluš Vķpon. 

Ekki heldur var blóši drifin slóšin eftir okkur Valla ķ Varmadal žegar viš vorum aš sękja skeljasand sušur į Garšskaga fįeinum įrum seinna, žurftum aš handmoka į bķlinn og allt morandi ķ krķuungum, stundum hlupu žeir upp į skófluna rétt sem hśn var aš komast ķ sveiflu į uppleiš og žaš var žrautin žyngri aš sópa žeim frį hjólförunum žegar aftur var ekiš upp śr fjörunni upp į veg og jafnvel į veginum sjįlfum į köflum. En tókst furšu vel žó ég segi ekki aš eitt og eitt grey hafi ekki bjįlfast aftur inn undir žó bśiš vęri aš sópa žvķ frį, en žau voru įbyggilega fį.

 

Sķšasta krķusagan nś er frį įttunda įratug sķšustu aldar. Ég var žį stoltur eigandi rśssneskrar ešaldrossķu af geršinni Volga og viš Haukur svili minni ķ Framnesi ķ Kelduhverfi įttum erindi ķ kaupfélagiš į Kópaskeri. Ķ bakaleiš flaug krķa óvęnt fyrir bķlinn og įrekstri varš ekki afstżrt, viš heyršum bumpiš žegar krķan lenti einhvers stašar į grillinu. Žaš var snarstansaš og viš Haukur leitušum og leitušum, ętlušum ekki aš skilja slasašan fuglinn eftir einhvers stašar hįlfdaušan, en hvernig sem viš leitušum fundum viš ekki tangur né tetur af krķunni. Viš sįum heldur enga missmķš į bķlnum og žetta var allt hreinasta rįšgįta.

 

Ętli žaš hafi ekki veriš morguninn eftir sem Haukur kom inn brosleitur žar sem annaš heimafólk og viš nęturgestir sįtum viš svignandi morgunveršarboršiš, sneri sér aš mér og sagši: Ég er bśinn aš finna krķuna žķna.

 

Hann var svo leyndardómsfullur yfir žessu aš öll hersingin stóš upp frį rjśkandi kaffinu og marséraši śt į hlaš žangaš sem Volgan stóš. Og viti menn – undan nśmersplötunni aš framan stóš endi af ljósum fuglsvęng. Sótt var skrśfjįrn og platan skrśfuš af og žarna var fuglinn, heill aš sjį en steindaušur.

 

Bak viš nśmeriš nešan til ķ framstušaranum var hólf sem nśmersplatan lokaši – aš mestu. Viš höggiš hefur hśn fjašraš inn į viš, nóg til aš fuglinn keyršist žar inn fyrir – og svo hefur hśn rétt śr sér aftur aftur svo engin sįst missmķšin.

 -- Ętli hafi veriš hugsaš fyrir einhverju svona meš rśssnesku hugviti?

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Takk fyrir innlitiš, Hanna Birna, gaman alltaf aš sjį nż nöfn nenna aš koma inn ķ athugasemdirnar.

En žś ert mér rįšgįta -- fyrir hvaš ertu aš kvitta?

Góš kvešja

Siguršur Hreišar, 21.8.2007 kl. 23:32

2 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Svona „kvittun“ skil ég, Įrni, og žakka fyrir hana. Ég hef ekki gįš hve margir vķponar eru į nśmerum, en hygg žeir séu fįeinir. Viš megum heldur ekki gleyma aš žaš kom slatti af žeim gegnum sölunefndina sįlugu į sjötta įratugnum, endurbętt módel frį žeim sem tķškušust į strķšsįrunum og myndin var af hjį mér.

Vķpon Eirķks er į samgöngusafninu ķ Skógum, ef ég man rétt.

Siguršur Hreišar, 22.8.2007 kl. 07:57

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband