17.8.2007 | 08:07
Óværan í miðborginni
Svona er lífið. Ég hóta að taka mér bloggfrí og er svo tvífallinn.
En ástæðan er borðleggjandi. Ferðamenn, sagði konan og hnussaði, þar sem hún horfði á Blaðið í gær og virti fyrir sér annars mjög góða forsíðumynd. Þetta er nákvæmlega útgangurinn eins og var á liðinu sem var að betla niðri í miðbæ, sagði hún svo, en hafði áður sagt mér frá þessum betlaralýð sem hefur tekið sér bólfestu að mér skilst niðri á Torgi og í Austurstræti og gott ef ekki upp í Bankastræti líka.
Ég þekki þetta ekki sjálfur því ég kem aldrei ótilneyddur ofan í Miðbæ. Til hvers, svo sem í ósköpunum? Hvað er eiginlega þar að hafa?
En hún hafði orðið fyrir því að einn úr þessum betlaralýð sem þar situr núna hafði elt hana með einhverjum glósum og frýjuorðum og verið vægast sagt dónalegur þegar hún var ekki tilbúin að ausa í hann fé, fremur en aðra úr þessum hópi sem þarna fær að hafa uppi sníkjur sínar óáreittur. Það er eins og hann sjáist ekki úr eftirlitsmyndavélum, né úr eftirlitsbílum Reykjavíkurlögreglunnar -- það er kannski leyfilegt nú til dags að betla?
Það er mörg óværan í miðborginni, skilst manni. Betlilýðurinn er sjálfsagt gerður út frá betlimiðstöðvum á meginlandinu í austri; eru menn búnir að gleyma þegar flugvélafarmur af Rúmenum var sendur úr landi í vor með harmonikkur sem þeir kunnu ekki á?
Hvernig væri að ýta aðeins við þessu liði sem að sögn er þarna núna?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit að nú segi ég nokkuð sem er ekki fallegt, eða lýsir "þroskuðu viðhorfi".
En getur verið að ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur um helgar-nætur megi að einhverju leyti rekja til utanaðkomandi breytinga á íslensku þjóðinni?
Reyndar finnst mér þetta nú bara nokkuð snyrtilega orðað.
Góða helgi til þín og þinnar.
Helga R. Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:01
Hvað ertu annars að röfla um bloggfrí?
Erta fareikkvað? Ef ekki - hefuru þá nokkuð annað að gera?
Helga R. Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:03
Já, ég er að fara nokkuð -- til dæmis út í bílskúr sem ég er að reyna að fullgera að innan sem ég hef trassað í rúm 30 ár.
Síðan þarf ég að sinna verkefnum þeim sem ég lifi af -- ég hef nefnilega ekki efni á að vera á þeim aumingjastyrk sem mér væri skammtað frá TR ef ég þyrfti að lifa á þeim. Ég er enn svo heppinn að til eru menn sem vilja borga mér fyrir ýmislegt sem ég get gert. Þar á eftir kemur það sem mér þykir gaman að gera, sosum eins og að blogga. Í þessu öllu þarf að vera nokkurt jafnvægi og -- já, þess vegna er bloggfrí inni í myndinni.
Þar að auki kemur fyrir að ég get rétt fólkinu mínu hjálparhönd, t.d. fjölskyldunni sem er að flytja í nýja íbúð hér í Rauðumýri (já, það er ýmislegt rautt, ég veit það), sest þar að nú þegar en enn er eftir að kjótla mörgu úr gömlu íbúðinni sem á að skila nú um mánaðamótin.
Sem sagt -- ég hef ýmislegt annað að gera!
Sömuleiðis góða helgi til þín og þinna.
Sigurður Hreiðar, 17.8.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.