Dýrðardagur

Svona dýrðardaga fær maður því miður alltof sjaldan. Þó margir séu þeir góðir. Almennt sagt þykir mér dagar góðir ef vindurinn heldur sig í stilli. Rok leiðist mér umfram annað veður. Allt í lagi þó það rigni dálítið -- jafnvel nokkuð mikið, ef því fylgir ekki mikill vindur.

Hvað gerir maður á svona degi? Maður slær -- sló hálfa lóðina. Hún er svo stór að það verður tæpast gert svo vel sé á einum degi. Er samt með nokkuð duglega sláttuvél. Svo þarf að vökva, tré, runna, blóm -- kartöflur eru engar í ár. Það þarf að hvíla moldina á kartöflum. Í staðinn er konan þar með sitthvað annað ætilegt, hreðkur, rófur, næpur, salat -- ég þekki þetta ekki allt.

Fórum svo með dóttur og tengdasyni að skoða íbúðarhúsnæði. Þau vilja stækka við sig í takt við stækkandi fjölskyldu. Með í för voru foreldrar og systir tengdasonarins. Svo var sest hér heim í ró og friðsemd og rökrætt um málin. Það endar með að eitthvað verður keypt. Hvar og hvenær veit enginn -- og kannski liggur ekkert á þegar veðrið er svona gott.

Það er þegar hvessir og kólnar sem er áríðandi að hafa þak yfir höfuðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Einhver kona bað að heilsa þér. Mamma hitti hana á elliheimilinu Lundi á Hellu. Hún sagðist heita Ólöf og þekkti ömmu og afa vel. Getur það verið konan frá Bjargarstöðum?  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að hafa þig þarna, Helga Ragnheiður! Þú virðist vera nokkurn veginn eini lesandinn minn, amk. ennþá.

Konan frá Bjargarstöðum heitir Ólöf. Hún hefði líka átt að þekkja mig. Mér er sagt að sú Ólöf sé heldur bágborin.

Kv. SHH

Sigurður Hreiðar, 29.6.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mamma sagði að hún væri lítil, hvíthærð, glaðleg og gæðaleg.          Og örugglega var hún á fótum af því hún elti mömmu uppi og spurði hvort hún væri ekki dóttir Helgu og Hreiðars á Hulduhólum. Jú, mamma sagðist vera það, og þá sagðist hún vita að þau væru bæði dáin, "en skilaðu kveðju til hans Sigga Hreiðars". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þá hlýtur þetta að vera hin eina rétta Ólöf -- ég þakka fyrir kveðjuna og gaman að vita að Lóa er þokkalega hress.

En -- svona upp á framtíðina og persónuleg samskipti: prófaðu autu@simnet.is

Mbkv

Sigurður Hreiðar, 30.6.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband