Kjósá?

Hvar ætli þessi Kjósárhreppur sé? Og Kjósáin? Ætli það sé góð veiðiá?
mbl.is Efla nágrannavörslu í Kjós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem ég hef enga  hugmynd um hvar Kjósárhreppur er og þaðan af síður um tilurð hans eða endalok. 

Þá er þá sögu að segja að fullorðið fólk sagði að ég væri í sveit uppi í Kjós á Kjalarnesi hjá Guðlaugi bónda að Ártúni við Blikadalsá uppúr 1954 (einhverjum besta manni sem ég hef kynnst )  og taldi ég því að svæðið þar umhverfis væri Kjós án þess að ég kannaði það nánar, enda ekki tortryggin að eðlisfari. 

Að Ártúni við Blikadalsá voru hvorki stórhýsi né nútíma hús ef undan er skilið sumarkot Halldórs  Laxnes sem þá var yfirgefið klambur en undir eftirliti og hellindum ábúanda að Ártúni við Blikadalsá, en þetta var síðasta sumarið sem ábúð var að Ártúni við Blikadalsá. 

Áratugum saman stóð þessi kotbær við þjóðleið, sem lýsandi dæmi  fyrir skjól þjóðarinnar í aldir en virðingin fyrir honum var eingin.

Aleitt og tómt stóð þetta kot sem og mörg önnur uppi af sjálfu sér og fyrir hyggju manna sem Guðlaugs bónda án stoðar af því fóstri sem þau ræktuðu meðan kjaftaskar og nýrík monthænsn tylltu undir höfðingjasetrin.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.11.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir þetta, Hrólfur. Ekki man ég eftir Guðlaugi í Ártúni og er ekki viss um að ég munu eftir húsum uppistandandi þar sem ætti þó að vera, því ég fór að fara nokkuð oft þarna um 1955 og síðan.

En aldrei hef ég vitað að Kjós og Kjalarnes væru hið sama, þótt óneitanlega eigi þau sveitarfélög mörk saman.

Heldur hef ég aldrei heyrt Blikdals (eða Bleikdals) á nefnda Blikadalsá. Hún er kennd við dalinn í Esju sem hún kemur úr en menn eru ekki á eitt sáttir hvort heita mundi Bleik eða Blikdalsá. Svili minn sálugur, uppalinn í Dalsmynni, sagði að sá sem komið hefði upp á dalinn að hausti eftir að fölva hefði slegið á hann velktist ekki í vafa um að réttnefnið væri Bleikdalsá.

Sigurður Hreiðar, 17.11.2011 kl. 23:42

3 identicon

Sælir. Bleikdalur og Bleikdalsá eru merkt í Herforingjaráðskort 1910. Of hef ég tekið þessi kort sem góðar heimildir. Landmælingar Íslands hafa nú opnað aðgang að flestum þessara korta og er það hið besta mál. Slóðin að kortinu sem ég vitna til ; http://atlas.lmi.is/kortasafn_kort/2001-1402-qv.jpg

Kveðjur. KJ.

Kjartan (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband