27.10.2011 | 15:56
Ég mun seint fljúga með Vá er.
Skolli er mér sama hvort ég flýg með Iceland Express eða Icelandair, svo lengi sem mér er skilað heilu og höldnu þangað sem ég ætla. Og mikils til á réttum tíma. Síðast þegar löng töf varð á í því efni var það með flugfélagi sem kallað var Iberworld. Flugkosturinn þá var líka Airbus og einhverra hluta vegna hef ég alltaf ímugust á þeirri tegund flygilda. Þar áður var það Icelandair sem bilaði illilega á tímasetningunni, ég held eina fimm, sex tíma -- eða hét það kannski Flugleiðir þá? Ég held það bara. Þar áður var það líka Flugleiðir, nema það hafi kannski heitað þá Flugfélag Íslands? Ég er ekki viss. En þá skakkaði líka sólarhring eða svo sem. Metið á þó Pan Am sem einu sinni var til -- en af þeim ósköpum er saga sem er að minnsta kosti efni í heilt blogg út af fyrir sig.
En ég vona og bið að þeir Matthías og Mogensen endurskoði nafnið á nýju farmiðasölunni sinni, sem þeir hafa nú tilkynnt að eigi að heita Wow air. World of Warcraft? Eða hvað? Hafa þeir áttað sig á íslenskum framburði? -- Ég mun seint fljúga með Vá-er.
Matthías gaf fullnægjandi skýringar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta Wow er nú örugglega ofnotað.Wow í Ríki Vatnajökulls sem dæmi og nefni einnig fatamerki frá Noregi.Menn mega ekki missa sig í WOW
Birna Jensdóttir, 28.10.2011 kl. 15:44
Takk fyrir innlitið, Birna. Getur þú hugsað þér að fljúga með Váflugi? Væru þá engir váboðar eða váleg teikn á lofti? Hvað er þetta Wow í ríki Vatnajökuls?
Sigurður Hreiðar, 28.10.2011 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.