Púðri puðrað

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um það hvort ráðamenn þjóðarinnar eigi einhverja sök á hruninu veldur nokkrum vangaveltum. Hvað átti hún að gera? Skera úr um sekt eða sýknu ráðamannanna í þessu efni? Hve langt aftur átti að fara? Hún átti greinilega ekki að vera rannsóknardómur, heldur e.s.k. sakamálarannsókn án dómsuppkvaðningar -- eða hvað? -- Og svo virðast stjórnmálaflokkarnir hver um sig hafa það í höndum sér hvort „þeirra menn“ (já, konur eru menn) skuli saksóttir eða ekki.

Forlátið mér, en ég get ekki betur séð þessa stundina en hér sé verið að eyða púðri (+ tíma og beinum fjármunum) út í loftið.

Ef líklegt virðist að þetta fólk hafi gerst sekt um glæpsamlega vanrækslu ættu hefðbundnir dómstólar landsins að fjalla um þá glæpi eins og þjófnað og morð, en ekki fara með þetta í svona ballett og flugeldasýningar sem engu máli þjóna öðru en að æsa fávísan lýðinn (eins og mig)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 306458

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband