13.9.2010 | 11:53
Púðri puðrað
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um það hvort ráðamenn þjóðarinnar eigi einhverja sök á hruninu veldur nokkrum vangaveltum. Hvað átti hún að gera? Skera úr um sekt eða sýknu ráðamannanna í þessu efni? Hve langt aftur átti að fara? Hún átti greinilega ekki að vera rannsóknardómur, heldur e.s.k. sakamálarannsókn án dómsuppkvaðningar -- eða hvað? -- Og svo virðast stjórnmálaflokkarnir hver um sig hafa það í höndum sér hvort þeirra menn (já, konur eru menn) skuli saksóttir eða ekki.
Forlátið mér, en ég get ekki betur séð þessa stundina en hér sé verið að eyða púðri (+ tíma og beinum fjármunum) út í loftið.
Ef líklegt virðist að þetta fólk hafi gerst sekt um glæpsamlega vanrækslu ættu hefðbundnir dómstólar landsins að fjalla um þá glæpi eins og þjófnað og morð, en ekki fara með þetta í svona ballett og flugeldasýningar sem engu máli þjóna öðru en að æsa fávísan lýðinn (eins og mig)!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.