Glasið á þúsundkall

Sá einhvers staðar klausu um að fjáðir ferðamenn hækkuðu verðlag á ýmsu hér hjá okkur, vörum og þjónustu. ég er ekki viss um að þetta sé rétt heldur mun það vera græðgi þeirra sem selja sem veldur þessari hækkun -- og vissan um að það sé ærinn spölur til næsta keppinautar.

Ég hef ekki víða farið í sumar. Sá sem á hús sem stendur á 2000 fermetra lóð, sem er eins og minibúgarður, á ekki mikið heimangengt. Þó skruppum við hjón í dálitla skemmtiferð snemma sumars og gistum á auglýstum gististað úti á landi. Það var ágætis gisting en maturinn kannski ekki nógu góður miðað við verð. Þó var það einkum fljótandi veitingar sem okkur ofbauð verðið á. Glas af óskilgreindu rauðvíni á þúsundkall, eða dolla af bjór á þúsundkall.

Þetta kalla ég græðgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Okur finnst mér skemmtilegt orð yfir það að selja okkur eitthvað sem enginn þarf á að halda á margföldu innkaupsverði. Ég er að reyna að hætta að láta okra á mér og kaupi t.d. ekkert á bensínstöðvum nema bensín.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.8.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 306020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband