Þagað um SÍS-tímabilið

Sé á mbl.is að Benedikt Gröndal er fallinn frá. Honum var ég kunnugur um skeið en þó ekki meira en svo að tíðindin komu mér á óvart; hélt að hann væri löngu látinn.

Hitt kom mér líka á óvart að í fréttinni, þar sem rakinn er menntunar- og starfsferill hans er hreinlega skautað yfir SÍS-tímabilið. Því hvað sem allri pólitík líður var hann ritstjóri Samvinnunnar í heil 7 ár, frá 1951 til 1958. Þar að auki var hann forstöðumaður fræðsludeildar SÍS um skeið. Ég er ekki viss um árin en það getur t.a.m. Örlygur Hálfdanarson örugglega frætt okkur um; veit þó að hann var það sumarið 1959 og þó líklega fyrr, ég giska á 1957 til 1959.

Blogg yfir andlátsfrétt eru ekki leyfð á mbl.is og því set ég þetta í óháð blogg.

Mér líkaði vel að vinna með Benedikt Gröndal og vera í hans félagsskap, engu lakar en Gylfa bróður hans. Og að þeim heilindum þekkti ég hann að hann myndi ekki vilja þegja yfir þeim hluta ævinnar sem hann varði í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu, þó nú þyki víst ekki sæma að minnast á þess háttar yfir látnum eðalkrata.

Blessuð sé minning hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Íþróttafréttaritari Alþýðublaðsins, jafnframt blaðamaður við það öðru hverju 1938-1943 og fréttastjóri þess 1946-1950.

Ritstjóri Samvinnunnar 1951-1958 og jafnframt síðari árin forstöðumaður fræðsludeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-1969."

Alþingi - Benedikt Gröndal

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband