16.7.2010 | 14:38
Ekki bara sement
Eitt sinn hafði ég setið við lengi nætur að þýða langa grein í Úrval sem ég ritstýrði í allmörg ár. Þetta var meðan tölvan hafði ekki enn leyst ritvélina af hólmi. Því má nærri geta að ég fraus og fékk hrísling milli herðablaðanna eins og þar væru að brjótast út fjaðrir þegar mér varð ljóst undir lok verks míns að ég hafði í gegnum alla greinina þýtt the american eagle sem ameríska uglan, þó ég vissi mætavel að þessi fugl heitir örn á íslensku.
Þess vegna hef ég að vissu marki samúð með fréttamönnum beggja kynja sem þýða leg sem leggur þó ljóst sé af samhenginu að átt er við fótinn allan, allt upp í kríka, og annað eftir því.
Og fréttamanninum hjá RÚV sem rétt áðan, í hádegisfréttum, talaði um að tæknimenn BP ætluðu að hella sementi í borholuna leku í Mexíkóflóa. Blessaður drengurinn hefur í hita leiksins ekki munað að cement í ensku þýðir ekki bara sement heldur líka steinsteypa.
Þó maður sé sleginn blindu nokkra hríð skiptir megin máli að átta sig í tæka tíð.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.