Loppin fréttamennska

Um daginn týndist gamall maður breskur, búsettur á Spáni, gestur á Íslandi. Hann þjáðist af öndunarsjúkdómi skv. fréttum, hafði gist um stundarsakir í húsbíl á Háaleitisbraut í Reykjavík og er sagður hafa ætlað að skreppa og ná sér í lausa aura í hraðbanka. Fannst daginn eftir látinn á floti í Hafnarfjarðarhöfn.

Þessari frétt hefur ekkert verið fylgt eftir, svo ég hafi tekið eftir. Hver var dánarorsök hans? Hvernig komst hann til Hafnarfjarðar? Kannast einhver leigbílstjóri við að hafa ekið honum þangað? Einhver strætóbílstjóri við að hafa haft hann fyrir farþega? Hvar liggur beinast við að taka Hafnarfjarðarstrætó frá Háaleitisbraut? Tók hann einhvern tíma út peningana? Var hann með þá á sér þegar hann fannst? Var hann með bankakortið á sér (kredit eða debet)? Ef ekki, hefur verið reynt að nota kortið eftir þann tíma sem maðurinn hugsanlega var með það í grennd við Háaleitisbrautina? Fleiri spurningar af þessu tagi væri hægt að hafa uppi og hér með er kallað eftir svörum.

Mér finnst afleitt að fréttir deyi bara út með þessum hætti. Hefði varla gerst hefði maðurinn verið íslenskur ríkisborgari.

Það er kannski ekki hægt að segja að þetta sé slæm fréttamennska, eins og er svo vinsælt að staðhæfa nú til dags. En það er óhætt að segja að þetta sé loppin fréttamennska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Þetta er rétt hjá þér Sigurður - allt það sem þú telur upp ætti að hafa verið athugað og síðan sagt frá því.

Það var að vísu sagt stuttlega frá því skömmu eftir að maðurinn fannst að láft hans væri ekki talið af óeðlilegum ástæðum - eitthvað þannig.

Benedikta E, 18.5.2010 kl. 16:46

2 identicon

Ég hef líka verið að fylgjast með þessu máli en ekkert fundið.  Gerir málið áhugavert.  Vonandi koma blöðin með nýjustu upplýsingar um það.

Bkv. Rúnar.  

Rúnar (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 17:31

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, góðir gestir. En, Benedikta, það er býsna loðið og teygjanlegt að segja að lát hans hafi ekki verið af óeðlilegum ástæðum. Það er eðlilegt að maður drukkni sem nær ekki að bjarga sér upp úr vatni, eða deyji ef honum blæðir út. -- En hvernig komst hann til Hafnarfjarðar og hvað var hann að gera þar? Er enginn hraðbanki nær Háaleitisbrautinni?

Sigurður Hreiðar, 18.5.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sigurður. Tek undir hvert orð sem þú skrifar, Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 18.5.2010 kl. 18:52

5 identicon

Þið eruð ekki þau einu sem hafið velt þessu fyrr ykkur.

Ég hef afgreitt þessa þögn þannig að málið hljóti að eiga sér persónulegar skýringar og sé því ekki fréttnæmt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 20:45

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er nú samt þannig, ágæti Hvur grefill, að fréttum verður að ljúka. Þó skýringarnar séu persónulegar var þetta frétt meðan leitin stóð yfir og pupullinn á rétt á að fá uoolýsingar um hvaða drama var þar á bak við, jafnvel þó ekki verði farið þar út í smáatriði. Annars verður bara annar Geirfinnur út úr þessu.

Sigurður Hreiðar, 19.5.2010 kl. 11:49

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ekkert nýtt en er afskaplega hvimleitt.  Stundum ætlar allt um koll að keyra hjá fréttaliðinu og étur hver eftir öðrum sömu tugguna um stund,en síðan dettur botninn úr og froðan einhvernvegin gufar bar upp.  Svona botnlausarfréttir eru afskaplega hvimleiðar og gætu þess vegna verið lygi frá rótum.      

Hrólfur Þ Hraundal, 19.5.2010 kl. 11:55

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta mál er mjög dularfullt. Margir hafa týnst og má t.d. nefna mannshvarf á Laugavegi í Reykjavík sem segir frá í riti Sigurðar Þórðarsonar sýslumanns: Nýi sáttmáli og kom út á 3ja áratug síðustu aldar.

Þar segir frá manni sem átti töluvert undir sér. Hann var með skjalatösku og hafði verið að innheimta skuldir þá síðast fréttist af honum. Þessi maður fannst víst aldrei en talið er að lík sem fannst nokkrum misserum síðar í Reykjavíkurhöfn hafi verið af þeim horfna.

Við verðum að treysta lögreglunni að þessi atriði verði gaumgæfilega rannsökuð. Nú eru ótalfleiri möguleikar en þekktust áður. Og jafnvel bíæfnustu afbrotamönnum yfirsést stundum smáatriði sem kemur lögreglumönnum á sporið.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband