Hægra auga Madeline

Nú fer pdf-skjal um netið þar sem lýst er eftir stúlkubarninu Madeline, sem hvarf í Portúgal fyrir nokkrum vikum meðan foreldrar hennar sátu að snæðingi skammt frá þaðan sem Madeline svaf.

Í skjali þessu er mynd af telpunni – ef skjalið er ófalsað – þar sem fram kemur sérkenni í hægra auga hennar sem líklega er nokkuð öruggt auðkenni. Madeline 1 copyEinnig stækkun út úr myndinni þannig að sérkennið verður greinilegt.madeline 2 copy

Varla er við að búast að telpan hafi verið flutt til Íslands. Raunar er óteljandi spurningum ósvarað um hvarf hennar. En – ef henni hefur verið rænt, og ef hún er enn á lífi, og ef hún fær á vera meðal fólks, gæti dreifing þessara mynda – ef þær eru réttar og raunverulegar – orðið til þess að hún fyndist.

Mörg fleiri „ef“ mætti tína til. En þetta er samt tilraun til að finna blessað barnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Halló frændi - nú  skemmti ég mér.  Allt í einu sá ég þig við hliðina á mér á forsíðunni.  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:04

2 identicon

Sæl aftur, frænka mín góð -- ég er enn að læra. Kann varla að svara athugasemd. Né heldur finna nokkra sál að fyrra bragði.

En kannski kemur þetta smám saman.

Las pistlana þína og hef áhyggjur af vatnsleysinu eins og þú. Nema ég á engan læk og verð að láta bununa úr slöngunni ráða. Var á Krít um daginn (fyrir hitabylgjuna) og sá hvernig þar er bruðlað með vatn. Síðan hef ég ekki samviskubit af því á okkar vatnsríka landi að láta bara renna.

Heilsa í bæinn

Sigurður Hreiðar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband