Tilkynni hr. höfuðsmaður

Tilkynni, hr. höfuðsmaður

Þannig hóf góði dátinn Svæk gjarnan orðræður sínar þar sem hann kom á vettvang. Ég geri mér nú þetta ávarp að mínu þegar ég kem í fyrsta sinn inn sem bloggari.

Tilkynni hr. höfuðsmaður – ég ætla að vera með.

Tek fram, til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, að í mínum huga eru konur líka menn, þannig að kona getur allt eins verið höfuðsmaður.

Hins vegar getur karl ekki orðið kona nema eftir heilmikinn og örugglega erfiðan prósess.

Ég hef nú um skeið fylgst talsvert með bloggi, ekki síst út frá moggablogginu. Ærið er það nú misjafnt, en hafa komið býsna góðir sprettir og lægðir séu þar inn á milli.

Hvers vegna er ég þá að ryðjast inn á völlinn?

Einhvern tíma var eftir einhverjum haft: Þegar aðrir þenja kjaft, þá vil ég fá að tala líka. Mig minnir að það hafi verið minn góði vinur, kennari og samstarfsmaðu Snorri á Hvassafelli (raunar löngu fluttur í Borgarnes) sem kenndi mér þetta. En það er eins og talað út úr mínu hjarta.

Ætla má að ég muni fyrst og fremst spjalla um það sem mér hefur verið hvað hugleiknast. Nefni þar bíla og umferðarmálefni (lítið kannski um mótorhjól, það eru ekki tæki að mínu skapi). Nefni líka íslenskt mál og meðferð þess. Kannski líka eitt og annað um útiveru og veðurfar – bara þetta almenna basl sem maður verður að stauta við á langri leið. Og segja sögur, ef þannig stendur á snúningi.

Ég geri mér ljóst að þetta getur orðið skrykkjótt – eins og mér sýnist raunar að það sé hjá mörgum. Stundum tvö þrjú blogg á dag, stundum eyður upp á nokkrar vikur. Það er rökrétt. Stundum flóir yfir, en það er líka tilgangslaust að kreista tóma skjóðu.

Markmiðið hlýtur að vera hjá mér eins og öðrum bloggurum að hafa áhrif á samfélagið – með öðrum orðum, láta ljós mitt skína.

Megi því auðnast að bregða birtu á lífið.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband