RÚV í síðastaleik?

Undarleg sú áhersla sem fjölmiðlar leggja á frásagnir af misjafnlega lítið áhugaverðu íþróttabrölti. Í fréttum RÚV -- já, mér finnst þetta ágætis skammstöfun og er alveg til í að nota hana -- er þessu jafnan skeytt sem viðhengi við fréttir og maður situr undir þessu grandalaus og hefur ekki döngun til að spretta upp og slökkva á útvarpinu þó ýmislegt fari í taugarnar á mér, sosum eins og lestrarmáti eins íþrótta„frétta“mannsins sem hefur fyrir sið að hnykkja sérstaklega á síðasta orði flestra MÁLSGREINA! Þið vitið: skoraði markið úr VÍTI! „leikur á MORGUN! og annað eftir þessu.

En stundum saknar maður þess að hafa ekki hlustað í alvöru. Núna rétt áðan var þetta að ganga yfir. Ég heyrði ekki betur en „frétta“ maðurinn væri að tala um eitthvað sem gerðist í síðastaleik.

Og ég sem hélt að síðastaleikur hefur dáið út með minni barnaskólakynslóð, rétt eins og stórfiskaleikur og kýlubolti. Jafnvel sto.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Uss...við spiluðum nú alla þessa leiki sem krakkar og ég er nú svolítið yngri en þú.

JR Yngri.

Jóhannes Reykdal, 22.10.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já það er ótrúlegt hvað er eytt miklu púðri í að sýna frá einhverjum leikjum, sem enginn hefur áhuga fyrir. Það sést oft þegar tökuvélin beinist óvart að áhorfendabekkjunum að þeir eru nánast galtómir.  Síðan er fastur liður að tala við flaumósa þjálfara sem er enn óáhugaverðara efni.  Mér skilst að þeir þarna hjá RUV þurfi að spara eins og flestir nú um stundir.  Held að það væri upplagt, og eitthvað sem enginn myndi sakna,  að hætta að senda tökulið og fréttamenn í þessa ,,fréttaöflun". 

Þórir Kjartansson, 22.10.2011 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Jói, þú ert svolítið yngri en ég og ánægjulegt að vita að þinn árgangur skuli hafa skemmt sér við þetta líka. En ég hef aldrei fyrr heyrt talað um síðastaleik í íþrótta„fréttum“ útvarpsins.

Og:

Já, Þórir, þarna er rakinn liður til að spara á.

Sigurður Hreiðar, 22.10.2011 kl. 17:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fréttir af fótbolta hafa yfirskyggt allar fréttir af íþróttum nú um áratugaskeið. Örfáum frekjuhundum á borð við Bjarna Fel. hefur tekist að þoka þessum ófögnuði inn í alla fjölmiðla svo að alvörufréttir af íþróttum eru fátíðar. Jafnframt þessu hefur vaxið upp kynslóð fólks sem lifir í þessum heimi. Það er auðvitað ekki einleikið þegar háflblindur og heyrnarlaus öldungur segir fréttamanni í tilefni 100 ára afmælisins að hann sé gallharður Líddsari!

Mér er sagt að stuðningsmannahópur Liverpool ætli að bjóða fram í næstu alþingiskosningum.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 305961

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband