Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Lífið er list
já heill og sæll og þakka þér fyrir síðast, datt ég svona inn á bloggið þitt og sé að vantar aðeins í gestabókina. Ég nenni nú ekki að ræða þjóðmálin, þau eru svo fúl að ekki er tíma í þau eyðandi , nema við borgum að sjálfsögðu ekki icesafe, það vill enginn borga mitt rugl og hver verður því að sjá um sig. Jæja það er svo sem ekki margt meira um það að segja en gaman er að heyra frá þér , alltaf skemmtilegar skoðanir og umhugsunarefni, en líði ykkur sem best og kveðja frá okkur á Hú ! Elin
Elin Bjork Hartmannsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. mars 2011
Sæll Sigurður
Þakka þér innilega fyrir skemmtilegt blogg þitt, maður hreinlega kemst í gott skap á þessum morgni sem ég les það einn einu sinn. Gangi þér vel og hlakka til að lesa meira. Kveðja Jón Sveinsson
Jón Sveinsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. maí 2010
Ég kýs að taka því vel : )
Hjartanlega sammála afstöðu þinni varðandi það að hafa ekki fleira á prjónunum en maður getur klárað. Ég renni alltaf yfir ALLA bloggvini mína í leit að e-u forvitnilegu. Væru þeir mjög margir, væri það ómögulegt. Sumir þeirra eru líka lítið virkir svo ég "slepp" vel. Núna sé ég að ég hef sótt um vinskap þinn þegar ég var Beturvitringur. Var búin að gleyma því . Annars hafði ég samband við stjórnendur blog.is, mig langaði að biðja þá að koma því þannig fyrir að hægt væri að "fela" færslur sem mann langar ekki að lesa; svo ekki þurfi að fara alltaf í gegnum allar færslur, sbr. heimabanka þegar hægt er að fela kröfur sem maður ætlar ekki að borga! Jæja, góurinn, ég segi eins og forðum, reyni að fylgjast með. Þú verður þó að eiga það að þú ert mjög kurteis og tillitssamur. Með bestu kveðju, Eygló Yngvadóttir
Eygló, lau. 21. nóv. 2009
Vinabeiðni
Heill og sæll. Ég er nú svo glæný hérna að það er bæði hollt fyrir mig og heiður að fá svona reynslubolta eins og þig sem bloggfélaga, bestu kveðjur til frænku og allar góðar vættir fylgi ykkur
Hulda Haraldsdóttir, mán. 6. júlí 2009
Sæll Sigurður
Sæll gamli minn, ég hef ýmislegt að segja en kys að gera það privat ef þú hefur áhuga. Kveðja, Jens Alexandersson fyrrum blaðalósmyndari
jens Alexandersson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 10. mars 2009
Alltaf gaman..
Varð nú að skilja eftir mig smá spor í gestabókina hjá þér. Búin að eyða ófáum mínútunum hér á síðunni við að lesa:) Vona að þið frænka mín hafið það sem allra best. Kveðja frá okkur hér á Akureyri, Erna
Erna Hauksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 11. feb. 2009
Laus sæti
Sæll og blessaður Var að lesa bloggið þitt og datt í hug að skrifa í gestabókin þína ef enn væri þar laust sæti. Kveðja Jóhanna Baldurs
Jóhanna Baldursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. ágú. 2008
Mikið gamt!
Frábært að sjá þig hér, Sig.Hreiðar. Man eftir þér frá því ég var krakki og pápi minn skiftaði með þér á Vísi eða var það Vikan?:) Jamms, Skjóttur, fláður og sláður. Gerst ekki mik betr? Alla vegana; gamt! Já, ég er í enn í dag þakklát pabba mínum fyrir að ég get skrifað rétta og góða íslensku: ekki skólanum :) Kv. Guðrún; dóttr GK ( G.Karlsson; d. 1979) :)
Guðrún Hrefna (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. júní 2008
Bróðir minn Brútus :) tí hí hí
Það er íslenskukunnátta þín og andspyrna gegn málfarssóðaskap (sem virðist ætla að ganga frá íslenskunni, eins og ég vildi hafa hana) sem laðaði mig að þér, eða öllu heldur "auto" En auðvitað virði ég þína kurteislegu frávísun, enda sé ég að bloggvinarunan þín er að líkindum óviðráðanleg. Reyni bara að líta við hjá þér, án áminningar. Með kveðju, Eygló Beturvitringur og málfarsfasisti :)
Beturvitringur, mán. 2. júní 2008
Mjólkurbíll í Kjósinni
Sæll Sigurður Var að fletta FÍB blaðinu og í greininni þinni Bílaútgerð var barningur og lapparí er mynd af mjólkurbíl í Kjósinni sem þú kveður einhvers staðar þar tekna. Mér sýnist á öllu að myndin sé tekin ekki langt frá þar sem ungmennafélagið Drengur reisti síðar félagsheimili skammt sunnan við Laxá. Þarna eru lágir ásar með klettum í og í baksýn sér inneftir Reynivallaásnum innanverðum og gott ef Sandfell er ekki þarna bak við jeppann. Bestu kveðjur og þakkir fyrir skemmtilegan fróðleik. Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, mið. 12. des. 2007
Kveðja
Komdu sæll, kæri Sigurður. Þakka þér fyrir alltaf góða ábendigu, athugasemd eða kveðju í blogginu hjá mér. Mér þykir vænt ef þú lætur mig hafa netfang hjá þér. Mitt er toshiki@toma.is Bestu kveðjur!
Toshiki Toma, fös. 17. ágú. 2007
Takk
Fyrir að þekkjast vinarboð mitt. Það er rétt að mér finnst yfirleitt afskaplega notalegt að lesa það sem þú skrifar. En þú efast um að við eigum mikið sameiginlegt, en við höfum báðir áhuga á landi og lýð. Og erum báðir miklir áhugamenn um bifreiðar. Það er ágætisbyrjun. Að lokum vil ég samhryggjast þér við fráfall vinar þíns. kveðja.
Markús frá Djúpalæk, mið. 15. ágú. 2007
Sæll Sigurður
Til hamingju með að vera bloggari. Það er víst nú á tímum merkilegur titill. Ég hef nú ekki reynslu af því ennþá en ég fékk slóðina þína frá henni systur minni og datt í hug að kanna hvað það er sem bloggarar setja á síðuna sína. Kannski er þetta bara framtíðin. Það er jú alltaf að birtast ný og ný framtíð. Það ku geta verið merkilegt og skemmtilegt þetta bloggerí og þegar ég las um guð og góðu englana, mundi ég eitthvað eftir svona viðvörunum, hef kannski heyrt þær úr henni Mosó, þegar ég var ormur að sniglast í kringum ykkur hjónin. En vel á minnst þá þakka ég fyrir allar góðgjörðirnar um daginn, þær fóru vel eins og við var að búast og dugðu alla leiðina. Skilaðu góðri kveðju til hennar frænku minnar....frá okkur í Brúnagerðinu. Elin
Elín B Hartmanns (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. júlí 2007
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 306374
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar