Skrökvað upp á kaupfélagsstjórann

Í bílablaði Moggans á föstudaginn var átti Þorsteinn Baldursson ágætlega skemmtilegan pistil um Willysjeppa (landbúnaðarjeppa, til aðgreiningar frá herjeppum) sem litli Jón í Litlabæ einhvers staðar úti á landi hafði keypt árið 1946 sér og sinni litlu Gunnu til skemmtunar, fyrir milligöngu kaupfélagsstjórans á staðnum.

Þorsteinn er fróður um bílasöguna og kann margt fyrir sér á því sviði. Þess vegna hlýtur það að vera samkvæmt þeirri meginreglu að aldrei megi góð saga gjalda sannleikans að hann skrökvar upp á vesalings kaupfélagsstjórann sem sennilega er kominn yfir móðuna miklu og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Hann lætur kaupfélagsstjórann segja bóndanum að auðveldara myndi fyrir hann að kaupa Land Rover heldur en Willys. – Hafi svo verið hefur kaupfélagsstjórinn í fyrsta lagi haft magnaðan sagnaranda og í öðru lagi ætlað Jóni mikla þolinmæði, því Land Rover var fyrst kynntur almenningi með blaðagrein í The Times 20. Apríl 1948 og fyrst sýndur á bílasýningunni í Amsterdam í lok apríl það ár.

Sala á þeim til almennings mun ekki hafa hafist fyrr en síðla árs 1948. Hekla hf. varð með þeim allra fyrstu utan Bretlands sem fengu umboð fyrir Land Rover og fyrsti sýningarbíllinn kom til Íslands seint í nóvember það ár. Fyrsta sölusendingin sem nefna má því nafni kom til Íslands 1951. (Heimild: Saga bílsins á Íslandi 1904-2004.)

land_rover_1947_prototype.jpgLæt fylgja með til skemmtunar teikningu af frumgerð Land Rover sem smíðuð var (handsmíðuð og raðað saman úr einingum sem til voru annars staðar frá) árið 1947. - Þær frumgerðir sem þá voru settar saman voru síðan allar rifnar, sennilega til að lenda ekki í útistöðum við Willys Overland sem í stríðslok tryggði sér framleiðslurétt á jeppanum. Í þessum frumgerðum Land Rover voru meðal annars hlutir úr Willys.

Þessi pistill hefur líka verið sendur bílablaði Moggans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Var Land Róver ekki bara hernaðarleyndarmál samvinnuhreyfingarinnar og smíðaður í laumi í kjallara Samvinnuskólans ?? löngu áður en hann var kynntur opinberlega....

Einar Guðjónsson, 23.12.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband