Aldrei minnst á guð?

Á sínum tíma var Andrés Önd bannaður í Finnlandi.

Hvers vegna?

Vegna þess að hann gengur ekki í buxum.

Hve margir reitir eru á Scrabble-borði?

225.

Á matsölustöðum McDonalds í tilteknu landi eru bökur seldar með apríkósufyllingu en ekki kirsuberjafyllingu. Hvaða land er þetta

Nýja-Sjáland.

Hvert eftirfarandi orða eru ekki úr orðasmiðju Jónasar Hallgrímssonar: aðdráttarafl, fjaðurmagnaður,

hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sjónauki, sólmyrkvi, sporbaugur, vörtubaugur.

Vörtubaugur

Hvað heitir höfuðborgin í Burkína Fasó?

Ouagadougou.

 

Í hvaða bók biblíunnar er aldrei minnst á guð?

Esterarbók.

Ofanskráður fróðleikur er allur tekinn úr einhverju sem rak á netfjörur mínar á dögunum og heitir Fánýtur fróðleikur. Mér þykir ólíklegt að nokkur hafi lagt neitt af ofanskráðu á minnið. Enda er þetta í sannleika sagt fánýtur fróðleikur.

Engu að síður gætu allar þessar spurningar verið úr spurningakistu þeirri sem rótað er upp úr fyrir gáfnaljós landsins á hverju laugardagskvöldi í vetur eins og undanfarna vetur sem hin besta skemmtun fyrir beturvitringa sem sitja í hægindum heima og horfa á sjónvarp RUV. Þáttur sá heitir Útsvar og er - satt að segja - með skemmtilegasta innlenda efni þar á bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

sæll

Getur þú látið mig fá adressuna á þessa síðu um "Fánýtann fróðleik" ég væri afar þakklátur  :)

kv

Guðm Júl

Guðmundur Júlíusson, 21.11.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Eygló

Mér finnst mjög gaman að "fánýtum fróðleik" eins og þú birtir hérna. Ekki það að ég muni það stundinni lengur. En er á meðan er - eins og með sælgætið.

Eygló, 21.11.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú mátt senda adressuna gummijul@internet.is

Guðmundur Júlíusson, 21.11.2009 kl. 02:28

4 Smámynd: Sigmar Þormar

Þessi fróðleikur, líkt og spurningum um Jónas Hallgrímsson, er bara alls ekkert fánýtur.

Sigmar Þormar, 21.11.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Svona "fánýtur fróðleikur" er einmitt til í tonnavís í höfðinu á mér -þar sem hann tekur eflaust allt pláss frá öðru og merkilegra...

Er svo sammála því að hann Ólafur B. Guðnason er öðrum mönnum lunknari við að semja spurningar -enda var hann í ritnefndinni minni við "...þetta helst" í Sjónvarpinu í þrjú ár.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 03:59

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alltaf gaman að lesa pistlana þína.

Sjálfur er Mosi stútfullur af einskisverðum fróðleik sem kemur sjálfsagt engum að gagni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.11.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband