17.11.2009 | 10:23
Málfar í molum 3
Hann ekur um á Porsche Carrera. Hvað hefur þetta um á að gera þarna.
Grunur leikur á um að Hvað hefur þetta um að gera þarna?
Dragið djúpt inn andann, segir leikfimikonan í útvarpinu á morgnana. -- Hvert annað væri yfirleitt hægt að draga blessaðan andann?
Einhver stjórnmálamaður -- var það ráðherra?-- sagði í útvarpinu í gær að eitthvað hefði beðið hnekk. Samkvæmt Íslenskri orðabók er nefnifallið hnekkir og orðið þýðir áfall eða tjón. Beyging er ekki gefin en mér finnst hún hljóta að vera:
Hér er hnekkir / um hnekki / frá hnekki / til hnekkis.
Þannig að eitthvað hefur þá beðið hnekki -- ekki hnekk.
Og hneggi svo hver sem vill.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínt. Meira af þessu tagi!
Eiður Svanberg Guðnason, 17.11.2009 kl. 14:12
Svo er líka hægt að "hnykkja" á einu eða öðru - er það ekki rétt?
Og ég held að þú hefðir gaman af að líta aðeins til mín núna. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.11.2009 kl. 17:15
Jú Helga, það er hægt að hnykkja á. Gera eitthvað með rykk. Svo er líka hægt að hnykkja t.d. nagla -- kengbeygja hann þar sem hann kemur í gegnum það sem neglt var. Og reyndar hvaðeina sem maður gerir með hnykk, svo ég hnykki nú á því líka.
Ég hefði ábyggilega gaman af líta aðeins til þín, almennt séð. Eitthvað sérstakt núna? Þú veist þá hvar mig er fyrir að finna t.d. í tölvupósti, ef þú vilt gera mér orð sem ekki koma fyrir allra augu.
Kv. í bæinn
SHH
Sigurður Hreiðar, 17.11.2009 kl. 18:22
Þarf nokkuð að vera "fyrir að finna"? Ég heyrði útvarpsmann segja að bíl hafi verið stolið í gærnótt. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður sagði að Cudicini hefði mjaðmagrindsbrotnað. Takk fyrir.
Sigurjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:29
Nú er ég víst eitthvað tregur, Sigurjón. Skil ekki þetta „að vera „fyrir að finna“. Ég er tam. ekki nema svona miðlungs fyrir að finna á mér -- ertu nokkuð að tala um það? Já, ég hef lika heyrt talað um gærnætur, merkilegt nokkuð. Gærkvöld er til í orðabók og gærdagur, jafnvel gærmorgun. En er gærnótt ekki bara fyrrinótt?
Sigurður Hreiðar, 17.11.2009 kl. 22:02
Ég átti við að það er nóg að segja: Þú veist hvar mig er að finna. Þarf ekki að vera, veist hvar mig er fyrir að finna. Þú varst að setja út á svipaða ofnotkun í dálki að ofan. Gærnótt er ekki fyrrinótt. Gærnótt er ekki til.
Sigurjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:55
Já, Sigurjón, nú skil ég þig. Og er hjartanlega sammála. Þú veist hvar mig er að finna. Og ég geri mér grein fyrir að orðið gærnótt er ekki til. Samt sem áður (hvað er þetta „sem áður“ að gera hér? Er ekki nóg að segja samt?) er ég að vissu marki veikur fyrir gærnótt. Það er einn af yndislegum kostum íslenskunnar að það er hægt að mynda orð sem ekki voru til áður svo merking þeirra sé á augabragði skiljanleg. Séu þau mynduð úr orðum sem íslenskan á eiga þau vissan rétt á sér -- að mínu mati. Mér finnst tam. yndislegt að bensíntittur skuli hafa skopskyggni (skopskyggni er í rauninni ekki til en ég er viss um að þú skilur orðið eins og skot) til að kalla sig bíl-dæling eða timbursalinn að kalla sig við-bjóð. Þú skilur þetta eins og skot og þó er hvorugt orðið til!
Sigurður Hreiðar, 18.11.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.