Að reisa við þjóðarhag á blóðpeningum

Eitt af snilldarbrögðum núverandi ríkisstjórnar til að forða þjóðinni í heild frá gjaldþroti var að ráðast á ellilaunafólkið. Með því að fella út í mörgum tilvikum möguleika sumra okkar til að fá nokkurt skitirí af eftirlaununum frá TR sem við héldum okkur hafa verið að byggja upp alla okkar starfsævi , með því að láta greiðslur til okkar úr lífeyrissjóði (sem er í sjálfu sér bara sparnaður okkar og nurl gegnum tíðina og kemur TR í rauninni ekkert við, þegar grannt er skoðað), skerða ellilaunin sem okkur ber siðferðislega að fá frá Tryggingastofnun ríkisins.

Annað atriði var að hækka svokallaðan fjármagnstekjuskatt um helming, úr 10% í 15%. Á hverja leggst þessi fjármagnstekjuskattur helst nú til dags, þegar ávöxtunarmöguleikar fjármagns eru næstum eingöngu bankareikningar með innlánsvexti frá 1,5% upp í ríflega 7%? Jú, á ellilaunafólkið sem var svo vitlaust að halda að því yrði leyft að eiga einhvern varasjóð til elliáranna sem það fengi að nota til að njóta ævikvöldsins án þess að þurfa að tvískoða hverja krónu áður en það léti hana frá sér.

Nú geta fjármagnstekjur þessa fólks mest orðið 7-8% á ársgrundvelli meðan verðbólgan er nærri 11%. Vextir ná sem sagt ekki einu sinni að viðhalda verðgildi þeirrar innstæðu sem við, „blessað" gamla fólkið, höfum leyft okkur að nurla saman. Þar að auki eigum við að gjalda keisaranum 15 krónur af hverjum hundrað sem við þó fáum í vexti af varasjóðum okkar til ævikvöldsins -- sem duga ekki einu sinni til að viðhalda verðgildi höfuðstólsins.

Og við búum ekki svo vel að geta farið í greiðsluverkfall. Því sá sem reitir í okkur vextina reitir fyrst af þeim 15% svo þjóðin fari ekki á hausinn.

Mun þeirri þjóð farnast vel sem ætlar að reisa við hag sinn á svona blóðpeningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Svona fer "Norræn velferðarstjórn" að.  Þau kunna þetta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband