19.9.2009 | 11:59
Svar óskast frá Hæstarétti og VÍS
Gott væri að fá frá Hæstarétti (og VÍS) leiðbeiningar um örugga staði til að geyma bíllykla á. Fyrir þennan dóm hefði maður haldið að hanskahólf í læstum bíl væri sæmilega öruggur staður svo sem yfir eina nótt.
Hvað með buxnavasa á stól í svenherberginu?
Eða skrifborðsskúffu?
Eða einhvern annan stað innan húss sem komast má að með því að brjótast inn í húsið?
Má hugsa sér einhvern slíkan stað sem öruggan?
Eða dugar ekki minna en innmúrað öryggishólf í læstri íbúð á fjórðu hæð?
Hanskahólfið ekki öruggur staður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En það má greinilega stela ef lyklarnir eru á vitlausum stað, má t,d taka bíla sem eru í gangi, það hlýtur að vera.
siggi (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 12:48
Þar sem tryggingar snúast um fólk? einmitt....
Jón H B, 19.9.2009 kl. 12:49
Er ekki Brimborg öruggur staður til að vera á?
Kotik, 19.9.2009 kl. 12:59
Að sálfsögðu reyna tryggingafélögin að koma sér undan að borga það sem þeir eiga að borga. Sértaklega í þessu árferði. Mér finnst bara verst að dómarar landsins taka þátt í vitleysunni. Hefði málið snúist um tryggingasvind, þ.e. að feðgarnir hefðu sjálfir klessukeyrt bílinn, væri staðan önnur. En að leyfa tryggingafélögunum að komast upp með þetta, af því að við stöndum ekki og sitjum eins og þeim hentar, er bull.
Mér skilst t.d. að ef að fartölvunni minni yrðí stolið fengi ég hana ekki bætta. En ef að ég væri rændur, s.s. með vopni eða ógnað á annan hátt og tölvan tekin með valdi, væri séns að hún yrði bætt. Ég spurði drenginn hjá tryggingafélaginu hvort að ég þyrfti þá ekki að koma með áverkavottorð. Hann sagði að ef ég ætlaði að vera frumlegur gæti ég bara tryggt hjá öðru félagi. Þetta var TM.
Höfundur er Kvikmyndaskóla nemi.
Ari (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 13:50
Já er ekki lygilegt að það megi stela bílum og rústa þeim ef maður er með lyklana. Skiptir engu máli að það hafi þurft að brjóta rúðu til að komast að lyklunum til að stela bílnum? Skv. þessu hlýtur bíll að sama skapi að vera óöruggur staður til að geyma bíl á... ef honum er stolið þá hlýtur það að vera eigandanum að kenna fyrir að hafa haft bílinn úti.
Marilyn, 19.9.2009 kl. 14:23
Heill og sæll Sigurður Hreiðar.
Maður er hreint orðlaus yfir þessu.
Þau eru oft með ólíkindum viðbrögð tryggingafélaga í þau fáu skipti sem maður hefur þurft að leita til þeirra.
Eigðu góðan dag. Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Tungunni.
Karl Tómasson, 19.9.2009 kl. 14:38
Siggi og Marilyn: Af hverju eruð þið að tala um að það "megi stela"? Hvernig tengist það þessu máli?
Vitanlega má ekki stela og ef viðkomandi þjófapjakkar hefðu náðst þá hefðu þeir þurft að borga fyrir tjónið. Þar sem þeir náðust ekki þá þurfti að skera úr um hvort tryggingarnar bættu tjónið. Mér finnst þessi niðurstaða eins furðuleg og ykkur en ég skil ekki hvaðan þessi hugmynd kemur.
Páll Jónsson, 19.9.2009 kl. 15:08
Ég hlýt að taka undir með Páli að það er ekkert í þessu sem segir að það megi stela. En ábyrgðin af þjófnaðinum er sett á þann sem geymdi lykilinn í lokuðu hólfi í læstum bíl. -- Já, T. Tomm, maður er orðlaus yfir niðurstöðu Hæstaréttar og VÍS. Hins vegar er ég hæstánægður með viðbrögð VÍS í þeim tilvikum sem ég hef átt réttar að leita þangað og þess vegna enn spældari en ella yfir þessari furðulegu niðurstöðu.
Sigurður Hreiðar, 19.9.2009 kl. 15:25
Þetta er með ólíkindum og ég er alveg orðlaus yfir viðbrögðum VÍS og niðurstöðu Hæstaréttar, því að ef hólfið væri ólæst lyklahólf fyrir varalykil, sem komið væri fyrir, innundir bretti bílsins þá væri það í lagi, því valla færu tryggingafélöginn að fárast eða gera athugasemdir yfir lyklaboxum sem tryggingafélög hafa verið með til gjafa til viðskiptamanna sinna.
Gessi (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:21
Þetta er með ólíkindum og ég er alveg orðlaus yfir viðbrögðum VÍS og niðurstöðu Hæstaréttar, því að ef hólfið væri ólæst lyklahólf fyrir varalykil, sem komið væri fyrir, innundir bretti bílsins þá væri það í lagi, því valla færu tryggingafélöginn að fárast eða gera athugasemdir yfir lyklaboxum sem tryggingafélög hafa verið með til gjafa til viðskiptamanna sinna.
Gestur Halldórsson, 19.9.2009 kl. 16:24
Já þetta kom víst eitthvað öfugt frá mér Páll. Var að meina þetta með að ábyrgðinn væri varpað yfir á eiganda bílsins. Hann s.s. lét stela frá sér skv. Vís og Hæstarétti.
Var svo að spá hvort í þessu fælist ekki þar með að ábyrgðin væri alltaf bifreiðaeigandans ef hann geymir bílinn sinn úti og honum er svo stolið og hann eyðilagður.
Marilyn, 19.9.2009 kl. 17:12
Já þetta getur verið snúið mál.
Það sem vakir fyrir Hæstarétti er að öllum líkindum svipað og með byssurnar og skothylkin. Ekki gengur að geyma hvoru tveggja á sama stað. Þannig á að geyma byssu í læstum skáp og skothylki á öðrum læstum stað. Með þessu er verið að kappkosta að koma í veg fyrir að þjófur og annað illþýði geti hagnýtt sér skotvopn með því að nálgast skotin á sama stað.
Hvaða reglur eigi að setja til að koma í veg fyrir að þjófar og annað hyski ræni bílum þarf auðvitað að móta.
Annað smálegt sem hann Kalli vinur okkar Tomm og annað gott fólk má athuga:
„Að eiga góðan dag“ er ekki íslenska. Þetta er auðvitað enskusletta „have a nice day“ sem við eigum auðvitað að forðast. Við eigum mörg hliðstæð hugtök í okkar tungu, sum mjög ágæt „Góðar stundir“ kvaddi þekktur útvarpsmaður hlustendur sínar oft og mætti hafa það til fyrirmyndar.
Ensk áhrif hafa vaðið uppi rétt eins og danskan áður fyrr. Nú eru Íslendingar að því virðist fyrir löngu hættir að aka sínum ágætu bílum en „keyra“ þá því oftar bæði seint og snemma. Getur verið að fólk forðist sterkar sagnir t.d. aka, ók, ókum, ekið og noti þess vegna „keyra“? Mér finnst þetta vera nokkuð annkannanlegt og mættu fleiri skoða málfar sitt betur.
Með bestu kveðjum
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2009 kl. 00:09
Takk fyrir heimsóknina Mosi, og þitt innlegg. En líttu kannski aðeins á það sem Gestur segir hér að ofan (ath. nr. 9) um ólæst hólf fyrir varalykil á misjafnlega leyndum stað sem nálgast má utan frá.
Er sammála þér um að oft má betur hugsa um málfarið. Jafnvel við sjálfir, þú og ég, sem þykjumst þó hafa það nokkuð á valdi okkar.
Sigurður Hreiðar, 20.9.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.