Gekk ég yfir sjó og land… eða bara sjó…

Gönguferð

Gönguferðir til Tenerife

 

Þetta hér að ofan tók ég beint af tölvupósti sem ég var að fá rétt í þessu. Þetta er nú enginn smáspölur sem á að ganga að þessu sinni og mér vitanlega eru ríflega 2000 ár síðan nokkur gekk á vatni, hvað þá sjó, svo staðfest sé.

Svona auglýsing er næstum jafn umhugsunarverð og önnur álíka, að mig minnir frá sama fyrirtæki, fyrir nokkrum árum, þar sem auglýst voru laus sæti í gönguferð á Mallorka.

Hmm? Laus sæti í gönguferð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé nú ekki orðið "til" í auglýsingunni - en að sjálfsögðu er það fyndnara að túlka hana þannig!

Hrafn Hauksson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sérðu ekki orðið „til“? Hvað stendur undir myndinni? Ég sé ekki betur en þar standi „Gönguferðir til Tenerife“ -- meira að segja feitletrað.

Set hér textann allan ef þú trúir þá betur, afritaðan beint:

„Gönguferðir til Tenerife

Enn sem fyrr býður Úrval Útsýn upp á heillandi og fjölbreyttar gönguferðir erlendis.

Vinsældir gönguferða hafa aukist mikið á undanförnum árum og markmið okkar er að koma til móts við ört stækkandi hóp þeirra sem vilja fara í skipulagðar gönguferðir erlendis og upplifa ferðalög á annan hátt.

Kynnum hér tvær frábærar gönguferðir til Tenerife, blómaeyjunnar vinsælu í Kanaríeyjaklasanum.
Landslagið á Tenerife er mikilfenglegt og býður upp á ógleymanlegar gönguleiðir. Uppi á sléttunni þar sem Teide, hæsta fjall eyjarinnar 3718 metrar, stendur er landslagið margbrotið og útsýnið frábært.

Hægt er að bóka ferðina í bókunarvélinni, eða fá nánari upplýsingar hjá íþróttadeild Úrvals Útsýnar í síma 585 400“

Sigurður Hreiðar, 20.8.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Jens Guð

  Mér er minnisstæður vinningur í fyrsta happdrætti Kvennalistans.  Hann var gönguferð upp á hálendi fyrir einn.  Þetta hljómaði eins og eitthvað sem maður gæti rölt án happdrættisvinnings.  Við nánari skoðun innfól vinningurinn þó sitthvað fleira sem ég man ekki hvað var.

Jens Guð, 21.8.2009 kl. 23:17

4 identicon

Held að þetta séu frekar tæplega 2000 ár en  "ríflega 2000 ár"

Jónas Þór (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband