Í krafti illa fenginna atkvæða

Sú var tíðin að þrír piltar lásu saman til stúdentsprófs uppi í turnherbergi á húsi sem ég átti heima í um stundarsakir í Reykjavík. Einn þeirra átti heima í húsinu en hinir voru aðkomumenn. Móðir heimapiltsins kallaði þessa tvo „fóstursyni“ sína ósköp hlýlega „Frankenstein og uhyret“ en ég fékk aldrei upp úr henni hvor var hvor.

Öðrum þeirra hef ég kynnst lítilsháttar af og til á lífsleiðinni og fallið þau kynni dável. Hann er líka liðtækur skrifari og margt af því sem hann hefur skrifað og talað hef ég kunnað vel að meta. 

En nú hefur piltur skitið á sig að mínum dómi og opinberlega og feimulaust tekið ófrjálsri hendi það sem hann ekki á: bunka af atkvæðum sem borgarahreyfingunni voru greidd en alls ekki honum persónulega.

Þráinn Bertelsson: ég kaus Borgarahreyfinguna á liðnu vori en alls ekki þig sem einstakling. Ég lýsi því hér með yfir að þér er óheimilt að sitja á þingi sem „óháður“ í skjóli þess kross sem ég krotaði við bókstaf Borgarahreyfingarinnar í síðustu alþingiskosningum.

Að mínu viti er enginn einstaklingur frjáls að því að helga sér þau atkvæði persónulega sem fleyttu honum inn á þing í listakosningum.

Hafðu manndóm til að skila af þér því starfi sem þú treystir þér ekki til að sinna í nafni þeirrar hreyfingar sem þú treystir þér til að bjóða þig fram fyrir.

Skrifaðu heldur eins og eina góða bók í viðbót.

Ekki sitja á þingi í krafti illa fenginna atkvæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið skil ég þig vel!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.8.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Hefur Þráinn skrifað góða bók?

Yngvi Högnason, 18.8.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, t.d. Einskonar ég. Ég m.a.s. notað tilvitnun þaðan á titilsíðu á nýjustu bók minni.

Sigurður Hreiðar, 18.8.2009 kl. 17:51

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að horfa á "myndina Magnús" og hafa dálítið gaman af því sem mjög vel hefur verið gert og gefa góðu fólki alltaf möguleika, hver sem það ágæta fólk er . Þráinn Bertelsson vinnur kanski ekki eftir einhverju prógrammi fastmótaðra regla okkar allra, en gefum honum séns á þann hátt sem hann ætlar að vinna.  Heldur myndi ég vilja sjá til dæmis Tryggva Þór Herbertson yfirgefa þinghúsið!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er Þráinn ekki enn í Borgarahreyfingunni?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 02:26

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Svanur Gísli: Hann situr á þingi sem óháður.

Sigurður Hreiðar, 19.8.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband