25.7.2009 | 15:50
Kuftu heldur sixpakk
Ég var staddur í búðinni í gær eins og stundum gerist og var að skoða þar eitthvað í hillu, illa verðmerkt eins og gerist. Heyrði í þriggja manna fjölskyldu fyrir aftan mig sem virtist vera að búa sig í sumarferðina. Má ég kaupa appisín, sagði litla stýrið og pabbi mumpaði eitthvað óskiljanlegt sem mamma virtist samt skilja því hún sagði kuftu heldur sixpakk, það er einkur tappaleikur í gangi, og pabbi mumpaði eitthvað óskiljanlegt og ég nennti ekki einu sinni að líta aftur fyrir mig að vita hvernig þessir leikar hefðu farið.
Hins vegar rifjaði þetta upp fyrir mér að fyrir einhverjum árum var líka einhver svona tappaleikur í gangi. Ef eitthvað visst stóð inni í tappanum átti maður að fá einhvern vinning, og eitt táknið í tappanum táknaði að maður gat farið út í bensínstöð og valið á milli nokkurra mögulegra vinninga. Hversu höfðinglegir þeir voru kemur kannski fram af eftirfarandi sögu sem mér er minnisstæð:
6 ára stýrið á heimilinu hafði fengið bensínstöðvartáknið í tappa og pabbi fór með henni út á bensínstöð að velja á milli vinninga. Afgreiðslumaðurinn var hinn almennilegasti og sýndi henni vinningana sem hún virti fyrir sér góða stund með vaxandi áhyggjusvip. Svo leit hún stórum, áhyggjufullum augum á afgreiðslumanninn og pabba til skiptis og spurði svo: Má ég ekki bara eiga tappann?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 25.7.2009 kl. 15:55
Skemmtileg færsla til tilbreytingar :)
Finnur Bárðarson, 25.7.2009 kl. 16:58
Gaman að þessu, það er svo gott að geta líka brosað svolítið í öllu því mótlæti sem skekur vora þjóð.
Hulda Haraldsdóttir, 25.7.2009 kl. 17:09
Sæll Sigurður.
Greinilega skýr stelpa, þarna á ferð !
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.