24.7.2009 | 17:37
Eins og að semja við bergþursa
Mikið var að lánastofnanir væru að einhverju gerðar samábyrgar lántakanda í einhverjum efnum.
En betur má ef dug skal. Í sumum tilvikum eldri vanskilaskulda við lánasjóð skulda sem lentu í vanskilum af skýranlegumog óviðráðanlegum ástæðum hafa verið mörgum ábyrgðarmanninum fjötur um fót. Bloggari veit um amk. eitt dæmi þar sem lánþegi lenti í vanskilum af aldeilis ófyrirséðum en óumflýjanlegum orsökum, með eignalausa móður sem ábyrgðarmann. Bæði hafa í nokkur ár verið í fjötrum og ófrelsi af þessum sökum, þrátt fyrir að hafa ítrekað gert lánasjóði grein fyrir því hvernig málin standa og lagt fram áætlun um hvernig hugsanlega væri hægt að standa skil á láninu en alltaf gengið á vegg svo sem reynt væri að semja við bergþursa. Og ekki að ófyrirsynju að þessi lánlausi lánþegi færi frá síðasta slíkum fundi með þeim orðum að úr því ekki væri við mennska að eiga myndi hann ekki sýna lit á að greiða eitthvað upp í skuldina fyrr en öll önnur fjármál hans væru farsællega og að fullu leyst.
Mæðginin hafa með góðra manna hjálp komið sér upp kerfi sem gerir þeim kleyft að lifa nokkurn veginn eins og fólk þrátt fyrir tilskipað eignaleysi fyrir þann þvergirðingshátt sem þeim hefur verið sýndur.
Gildandi ábyrgðarmannakerfi námslána afnumið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.