Hver er ábyrgð bankans?

„Þau sóttu um frystingu hjá bankanum eða greiðsluaðlögun en var neitað um hvorttveggja. Ellefu milljóna króna lóðalán stendur nú í fimmtán milljónum, þótt þau hafi þegar greitt af því tvær milljónir. Bankinn íhugar að taka lóðina og teikningu af húsinu uppí fyrir níu og hálfa. Þá skulda þau áfram fimm og hálfa sem bætist við lánið á íbúðinni á Baldursgötu sem er sautján milljónir.“

Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir? Að veð sem banki tekur fullgilt fyrir tveimur árum skuli hann svo geta tekið upp í vangoldna skuld á því verði sem honum sýnist og átt samt kröfu á meira úr hendi lántekendanna?

Hver er ábyrgð bankans? Til hvers er yfirleitt að vera að krefjast veðs ef það er svo undirskrift lántakans sjálfs sem ein skiptir máli?


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað alveg snar vangefið fólk! Kaupir sér einbýli með tvær óseldar fasteignir!! Það er ekki hægt að hjálpa þessu,nema bara með því að setja þetta á stofnun bara.

óli (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú skilur ekki bloggið mitt, Óli. Ég er ekki að átelja þetta fólk, heldur það siðleysi að lánastofnanir skuli geta ginið yfir meiru en því veði sem þær sjálfar taka fullgilt fyrir því láni sem þær veita.

Við skulum fara varlega í að álasa einstaklingum, Óli. Ég efast ekki um að þú hefur sjálfur framið einhver vanhugsuð heimskupör einhvern tíma. Það höfum við öll. En stofnanir þjóðfélagsins hljóta að bera einhverja ábyrgð í viðskiptum sínum.

Sigurður Hreiðar, 25.6.2009 kl. 15:46

3 identicon

Jú hef gert margt heimskulegt. Enn ekkert svona heimskulegt. Ég bara get ekki vorkent svona fólki. Þetta keyrir sig í kaf og svo vill það fá hjálp frá samfélaginu!

óli (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:49

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Í öðrum löndum væri höfuðstóllinn ekki orðinn hærri þrátt fyrir afborganir.

Nýju bankarnir eru að græða á einstaklingunum.

Villi Asgeirsson, 25.6.2009 kl. 18:17

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Sigurður. Leikreglurnar eru gallaðar og bankinn nýtur "góðs" af. Einstaklinginn er hægt að elta fram á grafarbakkann vegna skulda sem mætti telja að bankinn bæri jafna ábyrgð á, en hlutafélagið verður einfaldlega gjaldþrota og bankinn afskrifar strax skuldir þess; innheimtu lokið!

Kolbrún Hilmars, 26.6.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

´Eg get nú ekki orða bundist þótt þetta sé gamall póstur. Ég þekki ekki til þessa tiltekna máls en það er auðvelt að gagnrýna aðra og þeirra fjármál og slá um sig skjaldborg visku þegar viðkomandi sjálfur er á góðum spena. Þeir sem búa í glerhúsum eru oftast fljótastir að henda steinum.

Hulda Haraldsdóttir, 6.7.2009 kl. 16:30

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vandamál líðandi stundar að með einkavæðingu bankanna var viðskiptasiðferði ýtt til hliðar: það var fyrir einkaframtakinu. Okkur er í fersku minni þegar bullsauð á íslenska hagkerfinu vegna Kárahnjúkavirkjunar, allt of mikið var flutt inn af vitaóþarfa varningi meðan útflutningsgeirinn og ferðaþjónustan átti í verulegum vandræðum. Bankarnir tútnuðu út eins og púkarnir hjá Sæmundi fróða og ekki þarf að rifja upp meira. Ekki leið á löngu en þeim hafði verið breytt í ræningjabæli. 

Við verðum að vona að þetta versni ekki mikið úr þessu. Ef við höfnum Icesafe þá má vænta annarrar kollsteypu sem sennilega verður ekki minni. Nú eru stjórnvöld að reyna að bjarga því sem bjasrgað verður, við verðum að fá Breta að aðstoða okkur að endurheimta fjármuni sem skotið hefur í skattaskjól. Þeir kunna betur að hafa hendur í hári hvítflybbaafbrotamanna. Scotland Yard hefur meiri og lengri reynslu af slíkum málum en íslenska lögreglan.

Hvað með t.d. þennan Breta sem hafði 280 milljarða út úr Kaupþingi á örfáum vikum fyrir bankahrunið mikla? Þetta er nær milljón á hvert mannsbarn á Íslandi. Hvernig gat þetta gerst? Svo er verið að þrasa um hvort eigi að fella Icesafe málið? Hvaða afleiðingu hefði það? Nýja og verri kollsteypu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.7.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband