Blóðgjafarþing þjóðarinnar

Til hvers er Alþingi? Annað nafn fyrir það er löggjafarþing. Sum lögin sem þaðan koma reynast svo ekki hugsuð í botn og þarf nokkur viðbótarlög eða lagfæringar til að koma þeim í það horf að þau standi undir hlutverki sínu. Á Alþingi að stjórna landinu að einhverju öðru leyti? Ég si svona spyr.

Gaman væri ef Alþingi sem nú situr tæki á sig rögg og stefndi að því að verðskulda heiðursnafnið Blóðgjafarþing þjóðarinnar. Blóðgjafarþing þjóðarinnar myndi efla fyrirtækin í landinu þau sem atvinnu veita og leiðrétta hag heimila sem eru skuldug um skynsemi fram af því forsendur lánanna sem þau tóku -- forsendur skapaðar af lánastofununum og ríkisvaldinu -- eru brostnar. Þau sem heimilin skipa gætu þá í einhverjum mæli aftur orðið virkir neytendur sem eru forsenda þess að fyrirtæki og framleiðsla í landinu gæti þrifist.

Mikið væri það nú ánægjulegt ef Alþingi tæki á sig rögg og hætti að tuða um kynjahlutföll og hver situr í hvaða kompu eða annað því líkt og sneri sér að því að verða alvöru Blóðgjafarþing þjóðarinnar. ESB getur beðið -- það hefur beðið annað eins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

heyr heyr, en skildu þingmenn heyra?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.5.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband