Voru gjaldeyrislánin greidd út í gjaldeyri?

Í fjármálaöngþveiti samtímans er ein spurning sem ég hef hvergi séð svarað.

Hún er um gjaldeyrislánin svokölluðu og gæti hljóðað eitthvað á þessa leið.

Voru gjaldeyrislánin greidd út í gjaldeyri? Eða var aðeins miðað við gengi þeirra gjaldmiðla sem gjaldeyrislánin hljóðuðu upp á og greidd út í íslenskum krónum?

Ef svarið er já er þá ekki í rauninni rán af hendi bankanna að halda genginu til streitu við gengishrunið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það væri fróðlegt að vita.

Guðjón A. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:57

2 identicon

Sammála Sigurður.

Ég fékk mitt lán í krónum.

Gunnar B Sigfússon (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:57

3 identicon

Þú óskaðir eftir einhverri upphæð í krónum, þú fékkst lánið afgreitt í krónum, þú fékkst greiðsluáætlun í krónum, allur kostnaður við lánið var greiddur í krónum. Ef þú skoðar greiðsluseðilinn þá er hann í krónum og uppreikningur og eftirstöðvar eru í krónum.

Fékkstu réttar upplýsingar þegar þú sóttir um lánið? Var þér gerð raunveruleg grein fyrir þeirri áhættu sem felst í að gengistryggja lán í íslenskum krónum? Var þér gert ljóst að þú værir að taka þátt í ólöglegu fjárhættuspili?

Bent er á að mikill vafi leikur á lögmæti gengistryggðra veðlána á grundvelli skýringa með 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Þar segir orðrétt: „Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.“

Hefur þér dottið í hug að fara í bankann þinn og spyrja hvað þeim hafi gengið til gagnvart þér og hver sér afstaða þeirra þessa ólöglega athæfis.

Annars bendi ég ykkur á www.heimilin.is og hvet ykkur til að skrá ykkur í félagið.

Baráttukveðjur. "Fram til sigurs"



 

Hólmsteinn (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband