4.5.2009 | 17:29
Hverjir hvetja til greiðsluverkfalls?
Mér þykir verst að Steingrímur Jóhann skuli ekki nafngreina þá ólánsmenn sem hvetja til örþrifaráða eins og greiðsluverkfalls. Mér er nefnilega ekki ljóst hverjir þeir eru. Mér heyrist og sýnist að flestir málsmetandi menn sem tjá sig um þetta, ráði fólki frá greiðsluverkfalli, enda getur það aldrei gert annað en auka á vandræðin.
Hins vegar væri gott ef nefndur Steingrímur Jóhann gæfi sér tíma NÚNA, frá ráðslagi um það hvernig hann ætlar að smeygja sér undan því kosningaloforði að fara ekki í ESB-viðræður, til þess að segja þeim sem eiga að gera skuldaskil einmitt þessa dagana nákvæmlega hvernig þeir geti farið að.
En það er ekki rétt sem þarna stendur. Stjórnvöld hafa EKKI skilning á þessum vanda fólks og þeim hryllingi sem það stendur frammi fyrir móti öllum rétti lánveitenda en öllum forsendum gjörbreyttum frá því lánið var tekið.
Því sá vandi brennur ekki persónulega á því fólki sem kalla má stjórnvöld.
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við kjósum sama fólkið aftur og aftur og hlöðum á það fé fyrir þingsetu. Auðvitað veit fólkið ekki hvernig almenningur hefur það.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.