3.5.2009 | 11:38
Ensku spjöldin barnaskólanna
Á dögunum bloggaði ég um fyrirbæri í íslensku þjóðlífi sem heitir Skólahreysti af því mér fannst -- og finnst -- að sumar þrekraunirnar sem lagðar eru fyrir grunlaus krakkagreyin geti beinlínis verið þeim skaðleg. Ennfremur, og ekki síður, gramdist mér að engin yfirvöld þeirra skóla sem tóku þátt skyldu stíga fram fyrir skjöldu og andmæla því að hvatningarspjöld skólafélaganna voru meira og minna á ensku, eða einhverju sem helst minnti á það mál. Hvatningarspjöld íslenskra skólabarna við íslenskar athafnir eiga að mínum dómi að vera á íslensku nema eitthvað alveg sérstakt komi til. Var því kannski til að dreifa í þessu tilviki?
Við þetta blogg komu að vanda fáeinar athugasemdir. Sá fyrsti lýsti ánægju sinni með Skólahreystina og sagði: Ungu fólki er ekkert hollara en að hreyfa sig.
Ég er enn þeirrar skoðunar að ungum sem öldnum sé fátt hollara en að hreyfa sig. En það er engum hollt, á hvaða aldri sem er, að misbjóða líkama sínum. Það var efni og inntak pistils míns sem ég hélt öllum auðskilið.
Skil satt að segja ekkert í að enginn skuli kommentera á ensku spjöldin barnaskólanna! Er enskan kannski ekki lengur aðeins helsta tungumál háskólanna okkar? Er hún líka orðin viðurkennt tungumál í barnaskólunum?
Kannski eru skemmdaráhrif Smettu að koma þarna fram.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Í þessu samhengi þótti mér þetta satt að segja merkileg staðhæfing, því ég hafði ekkert sagt á þá lund að hreyfingarleysi væri hollt. Aðeins að sumar þær æfingar sem þarna eru iðkaðar kynnu að koma niður á líðan barnanna þegar lengra líður á ævina.