19.4.2009 | 13:53
Skáld af hauðri horfið
Undarlegt hvað hlutirnir geta skekkst og brenglast í meðförum. Dæmi um það eru alþekkt í örnefnum, sbr. Kálbógrávatn í S-Þing og Grádogg í Mosfellssveit. Reyndar er Grádogg nú komin undir Reykjavík eins og mestur syðsti hluti Mosfellssveitar sem var.
En þetta er líka í söngtextum. Nýlega fékk ég í hendur tónsett ljóð Tómasar Guðmundssonar um hana Dagný, ljóð sem byrjar svona: Er sumarið kom yfir sæinn.
Tvö síðari erindi ljóðsins voru skrifuð svona -- set það með skástrikum þar sem línuskil eiga að vera, því ég kann ekki að skrifa ljóð á bloggið:
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungu,
- hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það í augunum þínum.
Þótt húmi um hauður og voga,
mun himinsins stjörndýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þótt andvarans söngrödd sé þögnuð.
Nú bar svo við að þarna voru komin brjóst í staðinn fyrir hjörtu. Einneginn Ég sá það í augunum þínum.
Líka: Og húmi um heiðar og voga. Sennilega af því að kynslóðirnar sem nú eru miðaldra eða yngri vita ekki hvað hauður er.
Verandi maður nútímans skaut ég þessu undir dóm Gúggls frænda í Netheimum, en einnig þar var hver ambagan gjarnan látin ríða annarri. Svo nú skýt þeg málinu til bloggvina skráðra og óskráðra: Í hvaða bók Tómasar Guðmundssonar er þetta ljóð að finna? --Þá get ég kannski flett því upp og vitað hvernig Tómas heitinn vildi hafa þetta. Skáldið sjálft er því miður af hauðri horfið.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður Hreiðar,
Þetta ljóð er ekki að finna í heildarútgáfu ljóða Tómasar sem AB gaf út 1989. Kannski hefur það aldrei ratað í ljóðabók og má það heita einkennilegt.
Eiður (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.