Megi botngjarðirnar halda

Út af fyrir sig gaman að verða þess áskynja hvaða viðbrögð það vekur sem maður fjallar um í svona bloggi, þó ekki komi það allt fram í athugasemdum heldur allt eins þegar maður hittir mann/menn (og minnumst þess að konur er menn) og í tölvupósti. Þannig hefur sumum hitnað í hamsi yfir bloggi mínu hér á undan og talið mig talsmann þess að óbótamenn sleppi óbarðir. Hið rétta er að ég hef ekki á móti því að þeir séu sakfelldir sem sök eiga, en stórefast um að refsingar út af fyrir sig séu mannbætandi og ekki verður tap mitt af efnahagshruninu minna þó einhverjum verði um síðir stungið í fangelsi sem vegna hrunsins.

Þá vitnaði ég ögn í gamla vísu í þessu sama bloggi og hef orðið þess var að skilningur á því er misjafn og gleymd er nú æði mörgum sagan um klyfjamerina sem lenti ofan í keldu og braust þar um svo að flutningur sá er hún bar fór á tvist og laskaðist nokkuð. Kelda þessi er þekkt enn í dag undir nafninu Biskupskelda og er á Leggjarbrjótsleið, gömlu alfaraleiðinni milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðar. Sakleysislegur er þó kelduskrattinn á fallegum sumardegi og þarf kunnugan til að segja manni að þetta sé pytturinn sem merin lenti í.

Vísan sú arna, sögð eftir Jón Þorláksson prest á Bægisá, hefur komið í huga mér hvað eftir annað frá því að efnahagsósköpin dundu yfir. Og kannski ekki að ástæðulausu, en hún er svona:

Tunnan valt og úr henni allt

ofan í djúpa keldu.

Skulfu lönd og brustu bönd

en botngjarðirnar héldu.

Svo bæti ég við frá eigin brjósti: Megi botngjarðirnar halda alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband