28.3.2009 | 19:39
Refsivöndur réttlætisins
Í þeirri orrahríð kjaftagangs og upphrópana sem tíðkast hefur amk síðasta misserið hefur orðin græðgisvæðing og ofurlaun borið hátt. Svo hrundi allt svo skulfu lönd og brustu bönd og spurning hvort botngjarðirnar halda.
Allt hlýtur að vera einhverju og einhverjum um að kenna og þá ber að refsa, amk skv almannaskilningi (sem mér finnst samt að einhverju leyti bera keim af lágkúru). Innlendum refsivöndum réttlætisins er ekki treyst og valin hefur verið sú leið að ráða til þess norskan refsivönd sem er yfirlýsingaglaður um að einhvern tíma í blámóðu framtíðarinnar verði einhverjir dæmdir til refsingar fyrir hrun íslenska efnahags- og stjórnkerfisins.
Mér heyrist að hún sé ráðin til þriggja ára og eigi að fá 8000 evrur á mánuði fyrir vikið. Dýrmætur gjaldeyrir það, nærri 13 hundruð þúsund á núgengi. Um 4,8 milljónir íkr á ári og það sinnum þrír.
Hvar byrja ofurlaun?
En ósköp hlýtur okkur að líða vel árið 2012 eða 2013 þegar einhver er kominn í tugthús fyrir tilverknað þessa refsivandar réttlætisins.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég tók eftir þessu, hvað ósköp ætti að fara rólega í þetta allt saman, fannst ágæt myndin í mogganum í dag sem þessi Halldór teiknaði, þó ég hafi sagt upp Moggaáskriftinni þegar þeir fóru að sjúkrabeði Sigmunds til að segja reka hann og ráða þennan teiknara af Blaðinu í staðinn. Ætli maður verði ekki að kyngja honum, eins og öllum andsk.. sem að manni er rétt þessa dagana.
En hún verður eflaust góð í þessu, kerlingin.
HP Foss, 28.3.2009 kl. 22:00
Að mínum dómi snýst málið ekki um að refsa. Heldur um að gera faglega rannsókn í víðtæku spillingarmáli og komast að niðurstöðu. Ekki ætti fólk heldur að komast upp með svik og svindl án dóms og laga, eða hvað?
EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:03
Tek undir með EE.
Það er nokkuð ljóst að "þjóðargjaldþrot" er ekki svo lítið "afrek" og því full ástæða til að rannsaka á alla kanta, það þætti eðlilegt hjá flestum öðrum þjóðum.
Það er líka nokkuð ljóst að hópur manna hefur dæmt almenning í þessu landi til að greiða fyrir þau "mistökin" sem þeir sjálfir "afrekuðu að koma í framkvæmd" á mun hærri launum en EJ.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.