14.3.2009 | 14:00
Ég vil sjá gráu sjatteringarna líka
Ég er með útvarpið opið núna milli klukkan 1 og tvö, á rás 1 eins og vanalega, þar er lang oftast eitthvað bitastætt. Nú stendur yfir þáttur sem gæti verið eins og keyptur til að gylla inngöngu í ESB sem allra mest og best fyrir landanum annars vegar en hins vegar ókosti þess að halda áfram með gerð álvers í Helguvík.
Ekki skil ég hvað hefur knúð -- svo ég noti sagnbeygingu þáttarstjórans sjálfs -- þáttarstjórann til að leita uppi svo eindregna stuðningsmenn hvors málstaðar fyrir sig án þess að koma nokkrum gagnrökum á framfæri. Kannski hann hugsi sér til hreyfingar með það síðar, svo ég noti aftur orðalag beint úr munni hans.
Ég veit ekki hvort ég er með eða móti ESB. En ég er á móti þeim einhliða áróðri að það sé eina haldreipið og vonin sem við eigum framundan. Fljótt á litið finnst mér að svo fámenn þjóð sem okkar yrði í snarheitum kaffærð og rödd hennar kæfð í því fljóti fólks sem við værum þá orðin hluti af. Litlu munar sagði músin og meig í sjóinn. Ég er hálfhræddur um að í hafi ESB værum við í hlutverki músarinnar.
Evran? Gjaldmiðill sem er sjálfur að láta undan gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Er hún okkar bjarghringur í fjármálum? Ef svo er skil ég ekki hvers vegna við getum ekki alveg eins og tekið upp fastgengisstefnu og bundið krónugreyið okkar við Evru og látið hana taka samskonar breytingum gagnvart öðrum gjaldmiðlum og evran gerir nú. Þannig hefðum við þó borð fyrir báru ef allt væri að fara til fjandans með evruna til þess að endurskoða okkar mál -- ekki ef krónunni hefði verið varpað fyrir róða.
Allur þessi einhliða málflutningur finnst mér bera dálítinn keim af -- ja, hverju? Einstrengingshætti og þröngsýnni pólitík? Að minnsta kosti get ég ekki séð heiminn bara svona svarthvítan. Ég vil sjá gráu sjatteringarnar líka.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn svart-hvíti heimur í pólitík er ótraustvekjandi. Hlutir eru oft líka gráir, eins og þú lýsir Sigurður. Og sjálf get ég ekki séð plúsinn við Evrópuaðild og Evruupptöku og mundi ekki geta stutt það.
EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.