8.3.2009 | 19:59
Hvar eru nú pottormar?
Ég var spurður á dögunum hvort ég væri hættur að blogga. Hérumbil, sýnist mér, er svarið. En málið er að ég hef verið nokkuð á flakki það sem af er ári og satt að segja stillt mig til fullnustu um að opna tölvur þar sem ég hef verið á erlendri grund. Til dæmis í febrúarmánuði meðan ég var að mestu á Stóru hundaeyju og þar var hvíldin ekki hvað mest sú að vera tölvulaus, útvarpslaus, blaðalaus og að mestu sjónvarpslaus; þó settumst við hjón að jafnaði einu sinni í viku fyrir framan sjónvarpsfréttir RÚV í verslu Harrýs hins indverska við Ítalíugötu í Enskustrandarþorpi.
Skrýtnast þótti mér þegar ég kom heim aftur eftir hátt í mánaðarhlé frá öllu þessu að allt var við sama og þegar ég fór, það var eins og við hefðum ekki misst dag úr fréttunum. Fólkið mitt heima hafði haldið blöðunum til haga handa mér að renna yfir til glöggvunar á hvað gerst hefði í landsmálunum en þau reyndust skollakornið engu bæta við frá því í endaðan janúar.
Þá þegar var komin krafan um endurnýjun í forystuliði þjóðarinnar, burt með gamla liðið sem svaf í sínum fílabeinsturnum meðan óreiðumenn þjóðarinnar sigldu skútunni hraðbyri til fjandans. Nú vekur það helst athygli mína að í þeim prófkosningum til næsta þings sem þegar eru komin úrslit úr er það einmitt þetta gamla svefnlið sem þar fær mest fylgið.
Hvað eru nú pottormar Austurvallar með bombalda sinn? Eða taka þeir ekki þátt í prófkosningum?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þig aftur hérna minn kæri Sigurður Hreiðar! Maður á einungis að blogga þegar mann langar sjálfan til og hefur til þess tíma. Það er mín skoðun.
Mosókveðja, Guðni
gudni.is, 8.3.2009 kl. 23:19
Mér skilst að pottormarnir séu farnir í framboð:
http://www.borgarahreyfingin.is/
Þórður Björn Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.