Þegar þögnin er best

Sagt er að stundum geti verið gott að fasta. Ég hef aldrei meinlætamaður verið og get því ekki dæmt um gildi þess í eiginlegri merkingu. En ég hef nú fastað um hríð gagnvart blogginu af því gefna tilefni að ég mátti ekki vera ábyrgðarmaður þess undir skírnarnöfnum mínum, heldur var öðru breytt í bókstaf og föðurnafninu svo bætt við.

Svo var mér af hálfu bloggvinar bent á að þetta breytti sosum engu svo ég lét slag standa, þó aldrei léti blog.mbl.is svo lítið að svara fyrirspurn minni um þetta efni.

Samt varð þetta mér tilefni til ítarlegrar bloggþagnar enda þannig tímar nú að þögn er helst við hæfi, þegar fólk veður um götur og grundir og lemur saman búsáhöldum  til stuðning kröfu um að stjórnvöld landsins axli ábyrgð með því að segja af sér og hlaupast þannig undan gjörðum sínum. Skil raunar ekki hvernig það samræmist ábyrgð að hlaupast undan hálfunnu eða klúðruðu verki og skilja það eftir í reiðileysi og ætlast til að einhver annar hreinsi upp þann skít.

Og nú virðist helsta krafa hins almenna félagsmanns/stuðningsmanns heils stjórnmálaflokks vera sú að forysta flokksins svíkist undan merkjum og skilji landið eftir stjórnlaust.

Ég hyggst i rauninni halda áfram að þegja enn um hríð. Að mestu. En góð viðbrögð við harla ómerkilegu 10 orða fréttabloggi mínu í gær eða fyrradag urðu mér hvatning til að leggja fáein orð í belg núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svo framarlega að þú sért til staðar, vel haldinn og við góða heilsu þá hef ég engar áhyggjur þó ég heyri ekki frá þér í nokkra daga. En það er alltaf gott að heyra frá þér. Jafnvel þó maður sé stundum ósammála þér - eins og núna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband