23.12.2008 | 19:50
Góðar auglýsingar og vitlausar auglýsingar
Ég veit ekki um ykkur en mér finnst gaman að horfa (og hlusta) á vel lukkaðar sjónvarpsauglýsingar og vona að mér verði ekki torveldað að njóta þeirra með einhverri vitlausri takmörkunarlöggjöf á RÚV af því keppinautar þess, sem vissu til fullnustu inn í hvaða umhverfi þeir voru að halda með sjónvarpssendingar sínar, krefjast þannig takmörkunar á eina opna sjónvarpið sem nær til landsins alls og hefur verulegt áhorf (fyrirgefið þetta voðalega orð, mig vantar annað betra).
Ekki festast allar auglýsingar í mér heldur fara inn um annað augað/eyrað og út um hitt. En um þessi jól finnst mér tvær bera af fyrir hvað þær eru skemmtilegar. Önnur er Ást við fyrstu sýn, Egils malt og appelsín. Hin er auglýsinginn frá Só on með djáknann á Myrká í aðalhlutverki. Hvorar tveggja koma mér í gott skap hverju sinni, hafi það eitthvað verið farið að daprast.
Ef til dæmis þessar dæmalaust vitlausu auglýsingar frá Vódafón hafa verið á undan, með mann sem á ekki kost á öðru en fáránlegri yfirstærð á símum (nema hann sé algjör puti) og þessutan með gjörsamlega steindauðan húmor í texta. Hin er gríðarlega vitlaus auglýsing frá Happdrætti háskólans með veslings ömmuna á nærunum. Það hefur reyndar árum saman verið sameiginlegt einkenni á öllum auglýsingum frá Happdrætti háskólans hvað þær eru vitlausar og eins og þær séu einskonar skítkast í þá sem styrka HÍ með kaupum á happdrættismiða þar. Einu sinni var það hálfviti sem fleygði sér út úr flugvél í farþegaflugi og nú er það amma með minnisskerðingu. Ég bara þori hreint ekki að kaupa miða í þessu happdrætti ef það fer svona með mann.
Þetta var nú það. Gaman væri að fá svörun frá ykkur um hvaða auglýsingar ykkur þykja fyndnar og góðar og hvaða auglýsingar fara í taugarnar á ykkur og hvers vegna.
Og ef þetta skyldi nú verða síðasta blogg mitt fyrir jól -- sem ég er ekkert endilega að lofa, því ég blogga þegar andinn innblæs en læt það vera þess í milli -- langar mig að segja eitt við ykkur öll sem álpist hingað inn og nennið að lesa þetta til enda:
ÉG ÓSKA YKKUR INNILEGA GLEÐILEGRA JÓLA!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef haft gaman af Prentmets auglýsingunum hjá Jóni Gnarr.
Gleðileg jól kæri vinur og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 24.12.2008 kl. 00:03
Sammála Kalla Tomm, Prentmetsauglýsingarnar eru ferlega fyndnar.
Óska þér og þínum innilega gleðilegra jóla!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.12.2008 kl. 12:26
Ég sakna Alaskaauglýsinganna. Gleðileg jól!
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.12.2008 kl. 16:58
Ég er sammála Kalla Tomm og Gurrí að Prentmetsauglýsingarnar eru alveg frábærar.
Gleðileg jól minn kæri Sigurður Hreiðar. Bestu þakkir fyrir góða bloggvináttu á árinu sem er að líða.
Mosó-kveðja, Guðni
gudni.is, 24.12.2008 kl. 23:05
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.