Kirkjurækinn bílþjófur

„Það er verst að þessir aumingjar sem eru að stela bílum geta aldrei ekið þeim þrjá metra án þess að reka þá einhvers staðar utan í,“ sagði bílstjóri nokkur í mín eyru þegar ég var á ungum aldri og satt að segja hefur mér fundist vera bara þó nokkuð til í því, eins og segir í einhverju ljóði.

Þeim mun ánægjulegra er að geta sagt að einn auminginn hefur getað ekið stolnum bíl alla leið neðan frá Fríkirkju upp að Hallgrímskirkju (ég sé núna að þetta er kirkjurækinn bílþjófur), samanber eftirfarandi klausu sem ég fékk og er í tengslum við síðustu bloggfærslu mína um stolinn bíl:

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að Galloperinn minn er fundinn! 

Sigríður Davíðsdóttir var, ásamt vinkonu sinni, að fara á sýningu í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sem þær renna þar í hlað var hún að segja vinkonunni frá vandræðum mínum og hafði yfir bílnúmerið. Í þeim töluðum orðum lítur hún út um gluggann og sér þá númerið margumrædda! Var bílnum lagt þar snyrtilega í stæði og heill að sjá. 
Sigríður hringdi í lögregluna sem var eflaust fegin að bíllinn var fundinn en sagðist ekkert hafa meira með málið að gera þar sem bíllinn væri opinn og óskemmdur. Svo ég þarf ekki að hreinsa fingrafaraduft af stýri eða skiptistöng eða öðrum þeim flötum sem þjófur gæti hafa snert! Og þjófurinn getur verið rólegur. Þetta er ekki sagt lögreglunni til hnjóðs heldur ríkisvaldinu, því ég efa að finnist höfuðborg þar sem lögreglustöðin er lokuð á sunnudögum, svo er þrengt að starfseminni!
Sonur Sigríðar hringdi í mig þar sem ég var við kennslu í Söngskólanum og sagði mér fréttirnar um bílinn og að móðir sín neitaði að yfirgefa hann fyrr en ég kæmi á staðinn. Nemendur mínir veittu mér góðfúslega fararleyfi og skömmu seinna urðu fagnaðarlæti á fundarstað. Þá var klukkan rúmlega 17, svo gott sem tveimur sólarhringum eftir stuldinn.

Nú er mér efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu samferðamanna sem hafa veitt mér lið með að nýta tengslanet sín til að dreifa orðinu sem víðast. Þætti mér vænt um ef þeir gerðu slíkt aftur með þetta bréf, svo menn viti stöðu mála. Er með ólíkindum hve víða póstur hefur farið og hve margan póst ég hefi fengið með tillögum um aðgerðir, svosem að hafa samband við leigubílastöðvarnar, tala við stöðumælaverði, skipuleggja hverfaleit með fjölskyldunni o.s.frv. Öll þessi viðbrögð sýna að við erum gott fólk! Það þarf ekki endilega stórviðburði til að upp komi greiðasemi við náungann. Höfum það í huga á næstu mánuðum.

Svo kemur það skemmtilega. Sigríður Davíðsdóttir, sú sem fann bílinn, er tengdamóðir dóttur minnar!

Bestu jólakveðjur, Jón Kristinn Cortez“
Og nú þykist ég þess fullviss að Jón Kristinn Cortez er búinn að kaupa sér hengilás og hespu til að tryggja betur þjófavarnir Gallopersins síns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband